Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 91
Tveir meidyrðadómar yfir Þórbergi
Þetta mál var höfðað með stefnu, útgefinni 26. júní 1951, þ. e. sama
dag og hitt málið.
Stefnendur voru dætur Astríðar Benjamínsdóttur, sem lengi bjó að Litla-
Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Ástríður var ekkja sú,
sem Markús Ivarsson tók upp sambúð við og bjó með til dauðadags, svo
sem greinir í bókinni Á Snœfellsnesi, bls. 13 í 1. útgáfu. Ástríður lést árið
1928.
Ummælin, sem krafist var ómerkingar á í þessu máli, eru öll í bókinni
Að cevilokum í kafla, sem hefst á bls. 185 í 1. útgáfu undir fyrirsögninni:
„Þú ert þjófur og lygari...“
Forsendur þessa dóms eru í mörgum atriðum hinar sömu og í fyrr nefnda
dómnum, en þó verður getið hér eftirfarandi tilvitnana í forsendur:
„Stefndur hefur fært þau rök fyrir sýknukröfu sinni, að framangreind
ummæli væru sönn. Hefur hann því til stuðnings lagt fram í málinu tvö
vottorð, varðandi ýmis hinna átöldu ummæla, frá ekkju og börnum Árna
sál. Þórarinssonar prófasts, heimildarmanns stefnds. Hafa vottorð þessi
ýmist verið staðfest fyrir dómi eða verið tekin gild sem staðfest væru. En
þar eð vottorðum þessum hefur verið mótmælt sem vilhöllum vegna skyld-
leilta vottorðsgjafanna við heimildarmann stefnds, og þar eð ekki eru fram
komin í málinu önnur gögn um sannleiksgildi ummælanna, verður ekki
talið, að færð hafi verið lögfull sönnun að því, að hin átöldu ummæli
séu sönn.“
„Þá hefur stefndur hreyft því til stuðnings kröfum sínum, að í bókinni
„Að ævilokum“ sé móðir stefnenda hvergi nafngreind. Ennfremur séu hin
átöldu ummæli rétt höfð eftir séra Árna heitnum.
Enda þótt móðir stefnenda sé að vísu ekki nafngreind í fyrrnefndri bók,
orkar eigi tvímælis, að við hana sé átt í kaflanum: „Þú ert þjófur og lyg-
• <<
ari..........
Hin átöldu ummæli í þessu máli eru í 12 liðum. Hér verður hafður
sami háttur á og í hinu málinu, að álit dómarans verður birt aftan við
hvern kröfulið.
1. Bls. 189: .... „,,Þú ert að sækjast eftir að koma á þetta heimili,
sem ég vil þó síst að þú komir á.“
Þetta segir hún alveg upp úr þurru, án þess að nokkuð misjafnt hefði
309