Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 28
Tímarit Máls og menningar sem bíða í blindri von eftir einhverri undankomuleið, einliverri sögulegri lausn sem ljái örlögum þeirra merkingu í tilviljunarkenndum og heimsku- legum hildarleik. Frægð Mailers fölnar eftir þetta fyrsta meistaraverk, ekki síst vegna þess að hann er sjálfur óánægður með það frásagnarform sem hefur fært hon- um frægðina og tekur að leita nýrra leiða til að tjá skáldsýn sína. Næsta skáldsaga hans, „Barbary Shore“ (1951), er nokkurs konar allegóría eða dæmisaga um tilgangsleysi byltingarvilja og undirróðursstarfsemi sem á ekki neinar rætur í samfélaginu. Hún lýsir þremur sambýlismönnum í Brooklyn, kapítalista með fasistatilhneigingar, marxista með bolsévísk sam- bönd og trotskista sem þjáist af svefnleysi. Sambýliskona þeirra, hálfsturi- aður sakleysingi, er allra gagn, og loks býr með þeim öldruð og afdönkuð Hollywood-stjarna. Bókin er miklu fremur sálfræðileg en hugmyndafræði- leg könnun og í henni virðist Mailer gefa í skyn einhvers konar samband milli stjórnmála og ástaróra sem nái hápunkti í brjálsemi. I þriðju skáldsögu sinni, „The Deer Park“ (1955), gengur Mailer enn lengra í könnun sinni á kynhvötinni sem geranda í mannlegum samskipt- um og áhrifamiklu þjóðfélagsafli. Sögusviðið er glæsileg Hollywood- nýlenda úti í eyðimörkinni þar sem peningajöfrar og stjörnur kvikmynda- iðnaðarins njóta hins ljúfa lífs í allsnægtum og áhyggjuleysi. Sagan af- hjúpar á kaldhæðinn og oft kímilegan hátt hundingshátt, hugleysi og hræsni þessara forréttindastétta hins bandaríska neysluþjóðfélags. Bókin er nokkurs konar speglasalur helvítis, þar sem sjálfsblekking og lífslygi eru í senn undirstaða og hreyfiafl tilverunnar. Með fjórðu bók sinni, „Advertisements for Myself“ (1959), sem er safn ritgerða og sagna af ýmsum gerðum og lengdum, má segja að Mailer hafi loks fundið þá tóntegund og það tjáningarform sem hæfi hamslausum til- finningum hans og óbeisluðu ímyndunarafli. I fyrstu auglýsingu bókar- innar segir hann: „Hinn beiski sannleikur er sá, að ég er fangi skynjunar sem gerir sig ekki ánægða með neitt minna en byltingu í vitundarlífi sam- tímans.“ I einni markverðustu ritgerð bókarinnar „The White Negro“, skilgreinir hann hugmyndaheim og afstöðu hippanna og gerist eins konar hugmyndafræðingur þeirra: Þeir eru hinir amerísku existensjalistar sem hlýða uppreisnarrödd eigin sálar, eru sáttir við áhættuna og reiðubúnir að hlýða á tónlist mannlegra hvata. Þessi sérkennilega og sundurleita bók skóp þá ímynd af Mailer sem síðan hefur loðað við hann. Hann er í senn 358
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.