Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 34
Tímarit Máls og menningar
leitast hann við að leika þau hlutverk sem hann heldur að hæfi hugmynd-
um hvítra manna um atferli blökkumanna. En gervin bregðast honum sí
og æ, vegna þess að ekkert þeirra kemur heim og saman við hans eigin
flókna persónuleika sem er í sífelldri þróun. í sögulok er hann staddur í
litlu kjallaraherbergi, köldu og óyndislegu, og hefur kveikt á 1369 ljósa-
perum meðan hann reynir að gera upp sakir við sjálfan sig, líf sitt, til-
finningar og hugsun. Hann kemst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri að
mennska hans sé ósýnileg öllum mönnum, svörtum jafnt og hvítum, og að
eina færa leiðin sé að uppgötva upp á eigin spýtur hvað hann sjálfur hugs-
ar, skynjar og er. Sjálf frásögn hans af þessari ruglingslegu reynslu hefur
léð tilgangsleysinu í lífi hans form og merkingu, og þannig lýkur bókinni
á sannri lífstjáningu. Hann ætlar sér aftur upp á yfirborðið og gera nýja
tilraun til að finna sjálfan sig og verða sýnilegur öðrum.
James Baldwtn (f. 1924) er einn þeirra höfunda úr röðum blökku-
manna sem hvað mest hefur kveðið að á seinni árum, ekki síst fyrir rit-
gerðasöfn sem eru uppljómuð af stílsnilld og skarpskyggni, þrungin ástríðu
og innri átökum. Hann er utangarðsmaður í tvöföldum skilningi, þar eð
hann er yfirlýstur kynvillingur, og hefur það að vonum sett sterkan svip
á skrif hans um aðstæður blökkumanna.
Fyrsta skáldsaga hans, „Go Tell It On The Mountain“ (1953), er að
nokkru byggð á hans eigin reynslu. Hún lýsir trúarlegri kreppu fjórtán
ára drengs sem alinn er upp af ströngum og tilfinningaköldum stjúpföður,
heittrúuðum presti sem lifir í skugga síns kröfuharða guðs og berst von-
lítilli barátm við eigin holdsfýsnir. Sagan dregur upp átakanlega mynd af
þessari hörðu og hrjáðu sál, konu hans og hjákonu sem öll lifa í helvíti
þrátt fyrir yfirskin trúarlegs eldmóðs, og af sálarangist piltsins sem gefur
sig á vald hinum grimma guði vegna vönmnar á föðurást, um leið og hon-
um verður ljóst að hann er kynvillmr. Trúin verður þessari fjölskyldu ekki
til bjargar heldur tortímingar, og í sögulok em allar persónurnar jafnráð-
villtar og vonlausar og í byrjun. Vilji þeirra er lamaður, og sú lömun
verður tákn um hlutskipti blökkumanna í bandarísku þjóðfélagi.
Baldwin var í útlegð í Frakklandi á ámnum 1948—58 og samdi þá
meðal annars skáldsöguna „Giovanni’s Room“ (1956) þar sem hann lýsir
ástarsambandi ungs hvíts Bandaríkjamanns við ítalskan barþjón sem leiðir
364