Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 40
Tímarit Máls og menningar í þessum línum er ekki verið að drótta einu né öðru að persónunni Sig- urði A. Magnússyni. Ég er ekki að fjalla um hann, heldur fyrirbrigðið kerlingabækur og þá almennu hugmyndafræði sem í orðinu birtist. Að Sigurður skuli taka orð mín sem „sérstæða aðdróttun" við sig, get ég ekki kennt öðru en þeim hvimleiða sið, sem hefur eyðilagt alla marktæka bók- menntaumræðu á Islandi, og hann er sá að blanda saman mönnum og mál- efnum. Mun ég ekki ræða aðdróttunarhlið athugasemdar hans frekar, en þeim mun meir þau atriði hennar sem varða merkingu og notkun þessa ákveðna orðs. Eftirfarandi samantekt minni um samband „kerlingabóka" og bók- mennta eftir konur er ekki eingöngu ætlað að vera svar til Sigurðar A. Magnússonar og þeirrar bókmenntastofnunar sem hann er fulltrúi fyrir. Henni er einnig og öllu fremur ætlað að kasta Ijósi yfir vanræktan þátt í íslenskri bókmenntasögu, sem er kúgun á kvenrithöfundum og verkum þeirra. Mannkynið og hitt kynið. Þegar rætt er um félagslega hlið tungumála, eins og t. a. m. merkingu ein- stakra orða, er nauðsynlegt að gera greinarmun á máli og málnotkun, eða því sem franski málvísindamaðurinn Ferdinand Saussure kallaði la langue og la parole. Þetta gerir Sigurður ekki, þegar hann í eftirfarandi orðum ruglar saman orðaforða málsins og því sem hann kallar „blæ“ þess: Ég fæst ekki til að sjá eða viðurkenna að orðið þ: kerlingabækur] þurfi endilega að sýna lítilsvirðingu á konum hvað þá að það leiði í ljós andúð á kvennabókmenntum ... Vitaskuld er endalaust hægt að munnhöggvast um það hvort kynbundin orð með neikvæðum blæ ... eigi rétt á sér í málinu, en ég sný ekki aftur með þá skoðun, að þá sé jafnréttisbaráttan komin út í öfgar ef menn ætla sér í hennar nafni að taka sig til og gelda íslenska tungu. ... Ég sé minna en ekkert unnið við að strika slík orð út úr leyfilegum orða- forða, því það gerir tunguna einungis blæbrigðasnauðari.3 Mergurinn málsins í sambandi við merkingu og notkun kynbundinna orða er að sjálfsögðu ekki sjálfur orðaforðinn. Það er líffræðileg staðreynd, sem enginn neitar, að til eru tvö kyn, og um þau þarf vitaskuld að hafa orð. Það sem hins vegar skiptir máli er hvemig þessi orð eru notuð, í hvaða félagslegu samhengi. í málnotkuninni speglast hugmyndafræði karlveldisins um konur sem „hitt kynið“. Séu þær ekki gerðar með öllu ósýnilegar, koma þær fram í 370
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.