Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 44
'Tímarit Máls og menningar hans, því hann var lærður maður en tortryggur og fyrirleit allar sögur sem ekki vóru sannar hvað skáldlegar sem vóru ... I kreddum eður kerlingabókum sem kallaðar eru öðru nafni var fáu safn- að á 17. öld. Eg þekki aðeins eina litla „kerlingabók“ sem svo er kölluð þar, í safni Árna nr. 437 12mo, en flest sem þar í stendur af kreddum er þó útlent." Af grein í Fjölni árið 1838 má ráða, að orðið hefur einnig verið notað um munnmælasögur alþýðunnar til aðgreiningar frá bóksögum lærðari manna. En þar segir um „almúgasögurnar“: Alþíða vor, og eínkum eldra fólk — karlar og konur — kunna mart af þesskonar sögum, sem hætt er að hirða um, og almennt eru kallaðar: liga- sögur, „bábiljur" og kjerlingabækur.8 Innan þjóðsagnasöfnunarinnar sjálfrar er þó greinilegt að kerlingabœkur hafa verið notaðar um ákveðna tegund sagna, þá sem lægst var virt. Orðið kemur oft fyrir hjá Jóni Árnasyni sem samheiti við „kreddur“, og sömuleiðis hjá Guðbrandi Vigfússyni í formála þeim sem áður gemr. Þó er merking þess mjög á reiki, og virðist það geta merkt hvort heldur er, sögur um atburði sem kerlingar trúa á (og segja), eða sögur sagðar um kerlingar. I flokkun sinni telur Jón Árnason „kerlingasögur" og „kerlinga- bækur“ með „kímnisögum", nánar til tekið „Bakkabræðrasögum“ sem hann skilgreinir sem sagnir „um ýmsan fíflaskap heimskingja, bæði orða- lag og athæfi“.9 Við nokkrar sögur sem allar fjalla um kerlingar gerir hann þessa athugasemd: Það er kallað kerlingaraup og karlaraup og sagt að maður sé kominn á raupsaldurinn þegar maður fer að eldast. Einkum er kerlingunum við brugð- ið að þær segi að allt hafi verið dýrðlegra í æsku sinni en nú sé. „Það var öðruvísi í ungdæmi mínu,“ segja kerlingarnar. Kvenfólkið eignar körlum allar slíkar sögur og kallar karlasögur og karlaraup, en við köllum það kerlingasögur og kerlingabækur.10 Ekki hefur kvenfólkið komist upp með neitt múður, því að orðið karla- sögur hefur aldrei fengið sambærilega stöðu sem bókmenntalegt hugtak og orðin kerlingasögur og kerlingabcekur, og án þeirra kemur það vart fyrir. Orðið kerlingabók hefur sem sagt verið notað um andstæðu „bókar“, þ. e. frásagnar sem einhvers var talin verð og bókmenntastofnun hvers 374
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.