Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 44
'Tímarit Máls og menningar
hans, því hann var lærður maður en tortryggur og fyrirleit allar sögur sem
ekki vóru sannar hvað skáldlegar sem vóru ...
I kreddum eður kerlingabókum sem kallaðar eru öðru nafni var fáu safn-
að á 17. öld. Eg þekki aðeins eina litla „kerlingabók“ sem svo er kölluð þar,
í safni Árna nr. 437 12mo, en flest sem þar í stendur af kreddum er þó
útlent."
Af grein í Fjölni árið 1838 má ráða, að orðið hefur einnig verið notað
um munnmælasögur alþýðunnar til aðgreiningar frá bóksögum lærðari
manna. En þar segir um „almúgasögurnar“:
Alþíða vor, og eínkum eldra fólk — karlar og konur — kunna mart af
þesskonar sögum, sem hætt er að hirða um, og almennt eru kallaðar: liga-
sögur, „bábiljur" og kjerlingabækur.8
Innan þjóðsagnasöfnunarinnar sjálfrar er þó greinilegt að kerlingabœkur
hafa verið notaðar um ákveðna tegund sagna, þá sem lægst var virt.
Orðið kemur oft fyrir hjá Jóni Árnasyni sem samheiti við „kreddur“, og
sömuleiðis hjá Guðbrandi Vigfússyni í formála þeim sem áður gemr. Þó
er merking þess mjög á reiki, og virðist það geta merkt hvort heldur er,
sögur um atburði sem kerlingar trúa á (og segja), eða sögur sagðar um
kerlingar. I flokkun sinni telur Jón Árnason „kerlingasögur" og „kerlinga-
bækur“ með „kímnisögum", nánar til tekið „Bakkabræðrasögum“ sem
hann skilgreinir sem sagnir „um ýmsan fíflaskap heimskingja, bæði orða-
lag og athæfi“.9 Við nokkrar sögur sem allar fjalla um kerlingar gerir
hann þessa athugasemd:
Það er kallað kerlingaraup og karlaraup og sagt að maður sé kominn á
raupsaldurinn þegar maður fer að eldast. Einkum er kerlingunum við brugð-
ið að þær segi að allt hafi verið dýrðlegra í æsku sinni en nú sé. „Það var
öðruvísi í ungdæmi mínu,“ segja kerlingarnar. Kvenfólkið eignar körlum
allar slíkar sögur og kallar karlasögur og karlaraup, en við köllum það
kerlingasögur og kerlingabækur.10
Ekki hefur kvenfólkið komist upp með neitt múður, því að orðið karla-
sögur hefur aldrei fengið sambærilega stöðu sem bókmenntalegt hugtak
og orðin kerlingasögur og kerlingabcekur, og án þeirra kemur það vart
fyrir.
Orðið kerlingabók hefur sem sagt verið notað um andstæðu „bókar“,
þ. e. frásagnar sem einhvers var talin verð og bókmenntastofnun hvers
374