Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 48
Tímarit Máls og menningar
á kvenfyrirlitningin sem í orðinu felst sér bæði málsögulegar og bók-
menntasögulegar rætur. Sú skoðun að „kerlingar“ og góður skáldskapur
fari ekki saman virðist hafa legið í landi frá upphafi, þótt hún fái ekki
byr undir báða vængi fyrr en kvenréttindahreyfingin berst til landsins og
konur fara að birta eftir sig skáldskap á prenti. I grein sem Guðmundur
Friðjónsson skrifar í Sunnanfara skömmu fyrir aldamótin síðustu og fjallar
um stöðu íslenskra bókmennta kemur þessi skoðun beint upp á yfirborðið:
Ef tunga vor ber þetta tvennt fyrir borð: fastan hátt og fallegan hljóm, þá
fara að koma ljótu hrukkurnar og aumi kerlingarsvipurinn á braglistina
okkar.20
í samlíkingingu Guðmundar birtist ranghverfan á orðum Sigurðar Nor-
dals sem vitnað er til hér að framan, og hún er algerlega hliðstæð þeirri
sem felst í kerlingabókum Sigurðar A. Magnússonar.
Sambandið milli þess að líkja vondum bókmenntum við konur og við-
horfs bókmenntastofnunarinnar til kvenrithöfunda er augljóst. Það liggur
í sjálfu málinu. Þetta hefur þó aldrei komið skýrar fram en í umræðunum
sem fylgdu í kjölfar „kerlingabókanna“. Aður höfðu konur annaðhvort
verið þagaðar í hel í bókmenntasöguskrifum eða undanskildar á svipaðan
hátt og tilvitnanirnar í Jón Helgason og Sigurð Nordal sýna. Opinskátt
voru þær ekki nefndar í sömu andrá og lélegar bókmenntir. Það er þetta
sem ég á við í innganginum að Draumi um veruleika þegar ég ræði um
opnari andstöðu gegn kvennabókmenntum en áður mátti sjá. Það breytir
engu þótt Sigurður A. Magnússon segi í athugasemd sinni að hann hafi
með orðinu „kellingabækur" átt við „ákveðna tegund bókmennta sem
væru samdar jafnt af körlum sem konum“.21 Orðið féll í ákaflega góðan
jarðveg, og af umræðunum sem fylgdu má sjá að það var tengt við bók-
menntir kvenna, jafnt af Sigurði sjálfum sem öllum öðrum. I þessari nafn-
gift koma saman í einn stað almenn kvenfyrirlitning þjóðfélagsins og and-
staða bókmenntastofnunarinnar gegn bókmenntum kvenna.
Upphaf kerlingabóka hinna nýrri.
í Lesbók Morgunblaðsins 22. nóvember 1964 birtist „Rabb“ eftir Sigurð
A. Magnússon, sem dró á eftir sér mikinn slóða. Að meginefni fjallar
rabbið um bókmenntasmekk Islendinga og íslenska samtímaljóðlist, sem
að áliti Sigurðar stendur höllum fæti vegna neikvæðra dóma gagnrýnenda
378