Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 50
Tímarit Máls og menningar
Þau fáu orð sem ég þar lét falla, að gefnu tilefni, um ung íslenzk skáld,
forpokun íslenzka peningaþjóðfélagsins og þær kellingar sem nú tröllríða
íslenzkri bókaútgáfu, hafa orðið formanni Menntamálaráðs tilefni til heillar
síðu langloku ...
Spurningu Helga um það hverjar „kellingarnar“ séu veigrar hann sér
við að svara, en grípur í staðinn til þess snjallræðis að kenna Helga við
það kyn. Umræðan, sem upphaflega átti að vera um stöðu bókmenntanna,
hefur nú snúist upp í það hver sé kerling:
Má ég svo að endingu taka það fram Helga Sæmundssyni til nokkurrar
huggunar, að ég hafði hann ekki í huga, þegar ég minntist á þessar „8 eða
10 kellingar“, enda hafði ég ekki gert mér fulla grein fyrir gróusöguburði
hans, þegar ég skrifaði títtnefnt rabb, en nú skal ég fúslega bæta honum í
hópinn, með þeim fyrirvara þó, að hann er ekki ein þeirra sem ekki séu
sendibréfsfærar á íslenzku. En þó svo hann sé miklum mun pennafærari en
flestar aðrar kellingar íslenzkra bókmennta, hef ég ekki hugsað mér að fara
í læri til hans ...
í þessum orðum Sigurðar bætast enn nokkur drög í skilgreiningu á
„kellingum“. Gróusöguburðurinn kemur upp á yfirborðið, og mennmnar-
skorturinn er enn ískyggilegri en á horfðist í fyrstu. Það er af og frá að
menntaðir menn fari í læri til kerlinga, jafnvel þótt þær séu af skárra
taginu eins og Helgi.
Helgi svarar fyrir sig í Alþýðublaðinu 16. desember og hefur nú fundið
gott nafn á Sigurð í hefndarskyni fyrir kerlingarnafnbótina, og kallar hann
„þokulúður“,23 en greinin öll nefnist „Hugvekja að gefnu tilefni um
„þokulúður“ Morgunblaðsins”. Ekki haggast bræðralag þeirra Sigurðar
hvað varðar „kellingarnar“, en Helgi talar um „fagran skáldskap og „kell-
ingabækur" “ sem andstæður og þykir ástæða til að þakka Sigurði fyrir að
hafa ekki verið talinn í kerlingaflokknum frá upphafi. Samt gerir hann þá
vægast sagt tímabæru athugasemd, að hann hafi ekki haldið það hingað
til að ritleikni réði úrslitum um kynferði fólks. Og enn spyr hann Sigurð
hverjar kerlingarnar séu.
Þegar hér er komið sögu í mannjöfnuði þeirra Sigurðar og Helga birtist
ritdómur eftir Guðmund G. Hagalín í Morgunblaðinu 17. desember, sem
ber heitið „Ein af kellingunum“ og fjallar um Púnkt á skökkum stað eftir
Jakobínu Sigurðardóttur. Ritdóminn byrjar hann með því að gera stólpa-
grín að kerlingatali Sigurðar, sem hann semr réttilega í samband við alda-
gamla kúgun kvenna:
380