Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 61
Bcskur og „kellingabcekur“
Hvað sem Sigurður kann að hafa haft í huga um kyn „kerlinga“, þegar
hann hleypti nafngiftinni af stað, tengir hann nú „kerlingabækurnar'‘ vafn-
ingalaust við konur og stallsystur. Annað sem stingur í augu er það fálæti
sem hann bregður fyrir sig gagnvart þessum „kerlingum", það skyldi eng-
inn halda að hann hefði hinn minnsta áhuga á þeim. Um bókmenntagildi
verka þeirra dæmir hann ekki af eigin raun, heldur af sögusögnum; það
mun vera sama og ekkert. Með þessu semr Sigurður alla kvenrithöfunda
undir einn hatt, því að ólíkari höfunda en t. d. Guðrúnu frá Lundi og
Thit Jensen er varla hægt að hugsa sér, bæði hvað varðar félagslegan upp-
runa, viðfangsefni og hugmyndafræði, og þarf ekki að gera sér meira ómak
en fletta upp í lexíkoni til að átta sig á því. Það eina sem þær eiga sam-
eiginlegt er kynið.
Þennan ritdóm skrifar Sigurður sama ár og greinasafnið Sáð í vindinn
kemur út, þar sem „Rabbið“ frá árinu 1964 hefur fengið fyrirsögnina
„Allt í lagi — kellingarnar bjarga þessu“. Meinar hann eitthvað annað
með þessum „kellingum“ en „kerlingum“ ritdómsins?
I Alþýðublaðið 14. og 16. maí 1968 skrifar Olafur Jónsson langa og
að mörgu leyti athyglisverða grein sem hann nefnir ,JConur í skáldskap“.
Fyrri hluta greinarinnar byrjar hann svo í hefðbundnum stíl:
Það eru orðnar margar konur sem einhverja stund leggja á skáldskap, og
koma árlega út 10—20 skáldverk eftir konur, minnsta kosti ef bækur handa
börnum og unglingum eru meðtaldar; mikið af þessu er bækur sem ekki
eru teknar né takandi mjög hátíðlega, kerlingabækurnar sem Sigurður A.
Magnússon nefndi svo með fleygu nafni.
Af hverju skyldi alltaf þurfa að taka það fram að mikið af kvennabók-
menntunum sé vondur skáldskapur? Aldrei hef ég séð á það bent í rit-
dómum eða yfirlitsgreinum að ekki megi taka mjög hátíðlega allar þær
bækur sem karlmenn senda frá sér á hverju ári. Væri þó kannski ekki síður
ástæða til.
Síðan víkur Olafur að Guðrúnu frá Lundi sem virðist hafa verið frum-
ímynd „kerlinganna“ — og gott ef ekki fyrirmynd nafngiftarinnar, en
eins og áður segir byrjaði hún seint að skrifa og því sannkölluð „kerling",
þegar fyrsta bók hennar kom út. En um stöðu hennar sem „kerlingar“ segir
Ólafur:
í umræðu manna og ádeilum á hinar svonefndu kerlingabækur, alþýð-
legar skemmtisögur kvenna, hefur ein kona mest verið höfð fyrir sökum og
nafn Guðrúnar frá Lundi jafnvel haft fyrir samnefni slíkra skáldkvenna.
391