Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 61
Bcskur og „kellingabcekur“ Hvað sem Sigurður kann að hafa haft í huga um kyn „kerlinga“, þegar hann hleypti nafngiftinni af stað, tengir hann nú „kerlingabækurnar'‘ vafn- ingalaust við konur og stallsystur. Annað sem stingur í augu er það fálæti sem hann bregður fyrir sig gagnvart þessum „kerlingum", það skyldi eng- inn halda að hann hefði hinn minnsta áhuga á þeim. Um bókmenntagildi verka þeirra dæmir hann ekki af eigin raun, heldur af sögusögnum; það mun vera sama og ekkert. Með þessu semr Sigurður alla kvenrithöfunda undir einn hatt, því að ólíkari höfunda en t. d. Guðrúnu frá Lundi og Thit Jensen er varla hægt að hugsa sér, bæði hvað varðar félagslegan upp- runa, viðfangsefni og hugmyndafræði, og þarf ekki að gera sér meira ómak en fletta upp í lexíkoni til að átta sig á því. Það eina sem þær eiga sam- eiginlegt er kynið. Þennan ritdóm skrifar Sigurður sama ár og greinasafnið Sáð í vindinn kemur út, þar sem „Rabbið“ frá árinu 1964 hefur fengið fyrirsögnina „Allt í lagi — kellingarnar bjarga þessu“. Meinar hann eitthvað annað með þessum „kellingum“ en „kerlingum“ ritdómsins? I Alþýðublaðið 14. og 16. maí 1968 skrifar Olafur Jónsson langa og að mörgu leyti athyglisverða grein sem hann nefnir ,JConur í skáldskap“. Fyrri hluta greinarinnar byrjar hann svo í hefðbundnum stíl: Það eru orðnar margar konur sem einhverja stund leggja á skáldskap, og koma árlega út 10—20 skáldverk eftir konur, minnsta kosti ef bækur handa börnum og unglingum eru meðtaldar; mikið af þessu er bækur sem ekki eru teknar né takandi mjög hátíðlega, kerlingabækurnar sem Sigurður A. Magnússon nefndi svo með fleygu nafni. Af hverju skyldi alltaf þurfa að taka það fram að mikið af kvennabók- menntunum sé vondur skáldskapur? Aldrei hef ég séð á það bent í rit- dómum eða yfirlitsgreinum að ekki megi taka mjög hátíðlega allar þær bækur sem karlmenn senda frá sér á hverju ári. Væri þó kannski ekki síður ástæða til. Síðan víkur Olafur að Guðrúnu frá Lundi sem virðist hafa verið frum- ímynd „kerlinganna“ — og gott ef ekki fyrirmynd nafngiftarinnar, en eins og áður segir byrjaði hún seint að skrifa og því sannkölluð „kerling", þegar fyrsta bók hennar kom út. En um stöðu hennar sem „kerlingar“ segir Ólafur: í umræðu manna og ádeilum á hinar svonefndu kerlingabækur, alþýð- legar skemmtisögur kvenna, hefur ein kona mest verið höfð fyrir sökum og nafn Guðrúnar frá Lundi jafnvel haft fyrir samnefni slíkra skáldkvenna. 391
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.