Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 80
Tímarit Máls og menningar
nokkrar vísur með hreinum öfugmælum má fara að skjóta einu eða tveim
sannleikskornum að:
Hiand og aska er hent í graut,
hreint fer verst á drósum,
innst í kirkju oft er naut,
en ölturu sjást í fjósum.
Eða jafnvel orða meiningu sína hreint og beint:
Best er að vera bráður í raun
og býta illt við marga,
véla af öðrum verkalaun
og voluðum lítið bjarga.
Þannig gátu menn haldið andlegri heilsu á tímum sem buðu í raun alls
ekki upp á slíkt segir Kári. Sá sem allra best lýsti þessari vitskertu öld var
þó Æri-Tobbi í sínum bitru kvæðum þar sem best er beitt vopni fárán-
leikans.
Eftir hörmungar 18. aldar af völdum náttúru og valdsmanna reis aftur
dagur á Islandi með upplýsingu og bætmm efnahag. Upplýsingarmenn
höfðu mestan áhuga á Ijóðum sem áróðurstæki til að koma skoðunum sín-
um á framfæri og lögðu höfuðáherslu á efni kvæða. Rímunum var þokað
burt smátt og smátt og fólk fór að gera meiri kröfur til skáldskaparins.
Við þessar aðstæður voru ortar besm rímur allra tíma, svanasöngur þeirra,
sunginn af Sigurði Breiðfjörð.
Eitt af því sem 19. öldin færði með sér var þjóðernishyggja, og hugsjónir
í þeim anda voru boðaðar í skáldskap. Efnið varð að fá að breiða úr sér,
þótt það kostaði það að formið yrði að springa utan af því. Sprengingin
varð þó ekki svo mikil að bylting yrði af. Skáld endurreisnar 19. aldar
tóku upp þá hefðbundnu hætti sem leyfðu mest formfrelsi, eddukvæða-
hættina. Með því móti losnuðu þau við rímið, en að vísu ekki við smðlana.
Raunar flaug þeim ekki í hug að losna við stuðlana, segir Kári til að skýra
málið fyrir erlendum lesendum sínum: þeim fannst smðlasetningin ekki
setja höft á ljóðræna tjáningu — hún var ljóðræn tjáning. Rímið hafði
hins vegar alltaf verið fremur til skrauts en það væri tengt kjarna ljóð-
listarinnar.
Samfara „léttari“ háttum losnar um skáldskaparmálið, aðallega hjá Jón-
asi Hallgrímssyni, það færist nær daglegu tali og setningaskipunin verður
410