Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 92
Guðfinna Eydal
Olnbogabörn skólans
— viðbrögð við þeim
Skólinn er eins og ratsjá. Af honum má ráða hvers konar sam-
félagi við lifum í. Að auki getum við notað aðra þekkingu um
samfélagið til að komast að hvers vegna skólinn er eins og hann
er. Það er mikilvægt að skilja skólann. Hann nær yfir níu ár af
lífi margra, tólf til fimmtán ár af lífi sumra. Hann mótast af
samfélaginu en mótar okkur líka. Það ríður á miklu að öðlast
skilning sem byggir á reynslu, á því hvers vegna skólinn er skóli
og einmitt þessi skóli.
Þannig eru upphafsorð bókarinnar „Hvis skolen ikke fandtes“ eftir Nils
Christie.
Níu ára skólaganga er langur tími. Þó finnst nemendum hann mis-
langur. Það má telja líklegt að sumum nemendum finnist þessi tími ekki
aðeins lengri en öðrum, heldur finnist hann erfiður tími og eigi um hann
fáar góðar minningar á eftir. Slæmar minningar um skólagönguna ganga
að erfðum frá kynslóð til kynslóðar (félagslegar erfðir). Þær eru valdar
að neikvæðri afstöðu barna til skólans frá upphafi eins og Gustav Jonsson
minnist á.
Fyrir utan heimilið hefur skólinn einna mesta þýðingu fyrir þróun
barnsins. Það mótast ekki einungis af þekkingarmiðlun sem fer fram í
honum en einnig af því að taka þátt í því félagslega kerfi sem skólinn er,
fyrir áhrif frá kennurum og skólafélögum.
Vandamál, sem koma upp hjá börnum í skóla, eiga sér margar orsakir.
En orsakirnar má langt í frá alltaf rekja til eiginleika og heimilisaðstteðna
barnsins sjálfs. Skólinn er sjálfstætt og þýðingarmikið umhverfi fyrir börn,
og heimur skólans getur baéði haft áhrif á tilkomu skólavandamáls hjá
barni og hvernig því reiðir af.
Viðfangsefni þessarar greinar eru þeir nemendur sem eiga við erfiðleika
að stríða, og hvernig eigi að bregðast við þeim til hjálpar. Við nefnum
422