Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 96
Tímarit Máls og menningar
Þcettir er hafa áhrif á skólagöngu bama
í grófum dráttum er hægt að nefna eftirfarandi:
1. Þættir hjá baminu sjálfu (tilfinningalegs eðlis, skynjunarlegs eðlis,
hreyfiþroski).
2. Samskipti innan fjölskyldu.
3. Félagsleg, stéttafarsleg og efnahagsleg staða foreldra.
4. Þjóðfélagslegt ástand.
Ef einhver af ofannefndum þáttum er þess valdandi að barn lendir í
erfiðleikum í skóla á það að vera skylda skólans að koma til móts við
nemandann — líka vandanemandann sbr. 2. málsgrein 2. gr. gmnnskóla-
laganna um að skólinn skuli „leitast við að haga störfum sínum í sem
fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemanda og stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og mennmn hvers og eins“.
Því miður virðist hinn íslenski skóli vera þess afar lítið umkominn að
uppfylla þetta markmið. Kannski hefur það aldrei verið ætlunin að þessu
markmiði skyldi náð. Það er a. m. k. erfitt að koma auga á ráðstafanir
þar að lútandi. Þannig er það hins vegar oft um lagasetningar, þær eru
fögur orð um háleit markmið, en litlar sem engar ráðstafanir fylgja í kjöl-
farið til að framkvæma þær.
Aðstandendur barna ætm að sjálfsögðu að geta krafist þess að grunn-
skólalögunum væri framfylgt í hvívetna. Flestir foreldrar samþykkja mögl-
unarlaust að börn þeirra gangi í skóla í níu ár, því að svo mæla lög lands-
ins fyrir. Eftir slíka samþykkt ætm foreldrar að geta krafist þess að öðrum
lagabókstöfum væri framfylgt, svo sem að skólinn kæmi á raunhæfan hátt
til móts við þarfir barna. Því miður reynast foreldrar vera afskaplega
óvirkur hópur þegar um skólamál er að ræða — að ekki sé minnst á skóla-
vandamál. Þá virðist skorta bæði þekkingu og þor til að blanda sér í mál
skólans. Eins og víða erlendis ætti að vera skipuð foreldraráð við hvern
einasta skóla. Þau gæm staðið vörð um hag barnanna.
Þcettir innan skóla er hafa áhrif á skólagöngu barna
1. uppbygging og skipulag skóla,
2. kröfur og væntingar skóla til barns,
426