Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 97
Olnbogabörn skólans 3. samvinna nemenda og kennara, 4. samvinna kennara og foreldra, 5. samvinna kennara innbyrðis, 6. samvinna kennara og yfirstjórnar skóla, 7. samvinna kennara, yfirstjórnar skóla og fræðsluyfirvalda, 8. samvinna kennara, yfirstjórnar skóla og pólitískra yfirvalda. Erfiðleikar sem koma upp í einum af þessum þáttum geta bæði haft áhrif lárétt og lóðrétt og enda í hinum einstaka bekk, þar sem nemandinn er þolandinn og kennarinn lægst settur í valdaröð skólakerfisins. I stuttu máli: það eru ekki bara nemendur, foreldrar og aðstaða þeirra sem geta valdið vandamálum, heldur einnig ótal þættir innan skólans sjálfs. Hvaðan koma vandabörn? Vandabörn koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. En það er engin ástæða til að álíta að Island sé frábrugðið öðrum löndum að því leyti að flestir slíkir nemendur koma úr lægstu stéttum þjóðfélagsins. Það getur vakið talsverða furðu að ekki skuli vera meiri umræður meðal kennara og skólamanna en raun ber vitni um hvernig bregðast skuli við vandanemendum. Ymis konar vandkvæði eru þó til í hverjum einasta skóla landsins. Það er að vísu misjafnt hvað oft einkenni koma upp og hvað alvarleg þau eru. Skólar og hverfi ráða meðal annars ýmsu um það. Það má t. d. gera ráð fyrir að talsvert meira sé um skólaerfiðleika í Breiðholts- hverfi en öðrum bæjarhverfum. Má þar nefna margar ástæður. Hverfið er nýtt, hefur byggst upp á skömmum tíma, margt ungt fólk með börn býr í hverfinu, sumt við ótrúlega erfiðar félagslegar og efnahagslegar að- stæður. Við byggingu hverfisins hafa ekki verið tekin lágmarksmið af mannlegum þörfum, skólar hverfisins eru allt of stórir og mörg börn er sækja skóla í hverfinu hafa skipt allt að fimm sinnum um skóla á stuttri ævi, haft allt að sex eða sjö kennara, og svo mætti lengi telja. Skýrsla úr einu nýjasta hverfi í Osló, hin svonefnda Stovnerskýrsla, vitnar um að í hverfinu sé talsverður hluti barna á aldrinum 11 til 12 ára sem þekkja ekki nafnið á þumalfingri, vikudögum eða árstíðum. Þau vita ekki hvenær þau eru fædd og varla hvar þau búa. Verulegur hluti barn- anna hefur týnt niður hæfileikanum til að læra að lesa, skrifa og reikna. 427
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.