Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 10
Alagnús Kjartansson:
Land, þjóð og tunga
Rœða haldin 17da júní 1979 á vegum íslendingafélagsins
í Kaupmannahöfn.
Góðir landar.
Við sem lifað höfum tveggja kynslóða skeið eða lengur höfum orðið vitni
að víðfeðmustu og djúptækusm breytingum sem mannkynssagan kann frá
að greina á jafn skömmum tíma. Taki ég dæmi af sjálfum mér og snúi
við rás þess dularfulla fyrirbæris sem kallað er tími, fékk ég fullveldi ís-
lands í vöggugjöf og byltinguna í Rússlandi í tannfé. Raunar voru tengsl
milli þeirra atburða; við hefðum ekki náð fullveldi að lokum á jafn fyrir-
hafnarlítinn og hversdagslegan hátt og raun varð á ef rússneska byltingin
hefði ekki verið komin til og vakið geig í hugum allra sem sám yfir
hlut annarra.
Við sem lifað höfum tvær kynslóðir eða lengur kunnum skil á mikilli
atburðasögu. Við höfum lifað altækusm styrjöld sem háð hefur verið í
sögu mannkynsins, en endalok hennar mörkuðu alger tímamót. Þegar
gorkúluhraukarnir tveir risu upp í háloftin yfir valkestina í Hírósíma og
Nagasakí urðu þáttaskil í mannkynssögunni. Fram að þeim tíma hafði
mannkynið freistað þess að koma skapnaði á tilveru sína, en nú reyndist
maðurinn einnig hafa náð valdi á óskapnaðinum. Síðan hefur sú staðreynd
verið Ijós að lífið er aðeins blossi sem tendrast milli tveggja andstæðra skauta,
skapnaðar og óskapnaðar, og ber einkenni skautanna beggja. Oskapn-
aðurinn hefur freistað stórveldanna, tortímingarmátturinn hefur orðið æ
hrikalegri, gorkúluhraukarnir í sífellu umfangsmeiri og hærri. Stórveldin
hreykja sér af því að geta tortímt öllu lífi á heimskringlunni hundrað
sinnum eða tvö hundruð sinnum, þótt mig skorti greind til þess að skilja
hvernig unnt á að vera að tortíma öllu lífi oftar en einu sinni. Síðan þessi
þróun hófst hefur mannkynið allt, hver einasti einstaklingur á heims-