Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 32
Stephen Vincent Benét í Babýlon við vötnin ströng í suðri og vestri og norðri eru veiðilönd góð, en í austur er bannað að fara. Dauðareitirnir eru bannsvæði nema þegar leitað er að málmi, og þá verður sá sem tekur á málminum að vera prestur eða sonur prests. Þegar heim er komið skulu bæði maður og málmur hljóta hreinsun. Svo mæla reglurnar fyrir og lögin; þau eru vel og viturlega samin. Bannað er að fara yfir fljótið mikla og líta augum þann reit sem var bústaður guðanna — það er harðbannað. Vér nefnum eigi nafn þess staðar hvað þá meir, þótt vér vitum nafn hans. Þar hafast andar við, og djöflar eiga þar samastað - það er þar sem bruninn mikli skildi eftir auðn og ösku. Þetta er bannað - og hefur verið bannað frá alda öðli. Faðir minn er prestur; ég er sonur prests. Eg hef komið með föður mínum í dauðareiti nálægt vorum slóðum —í fyrstu var ég sleginn ótta. Meðan faðir minn fór inn í húsið og leitaði að málmi beið ég við dyrnar og hjarta mitt skelfdist. Það var dauðs manns hús og heimkynni anda. I því var enginn mannaþefur, þótt gömul bein lægju þar í dimmu skoti. En eigi samir að sonur prests láti á ótta bera. Eg horfði á beinin og hafði taum á tungu minni. Svo kom faðir minn út með málminn — vænan og sterklegan bút. Hann horfði fast á mig. Eg hafði eigi flúið af hólmi. Hann rétti mér bútinn - ég tók við honum og beið eigi bana. Nú vissi hann að ég var réttborinn sonur hans og yrði prestur síðar meir. Þá var ég ungur að árum — samt hefðu bræður mínir eigi leikið það eftir, þótt þeir séu góðir veiðimenn. Upp frá því létu þeir mér ætíð eftir besta bitann af kjöt- inu og hlýja krókinn við eldinn. Faðir minn gætti mín - honum var fagn- aðarefni að ég yrði presmr. En þegar ég gortaði eða grét að óþörfu hlaut ég þyngri refsingu en bræður mínir. Það var rétt og skylt. Þar kom einnig að mér leyfðist að fara inn í dauðu húsin og leita að málmi. Eg varð þessum húsum kunnugur - og þótt ég sæi bein, skelfdist ég eigi framar. Beinin eru gömul og létt - smndum molna þau sundur þegar við þau er komið. En það er synd að brjóta bein. 278
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.