Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 33
I Babýlon við vötnin ströng
Mér var kennt að fara með sálma og töfraþulur — mér var kennt að
stöðva blóðrás úr sári, og margir leyndardómar voru mér opinberaðir. Prest-
ur verður að kunna skil á mörgum leyndardómum — svo mælti faðir minn.
Veiðimennirnir mega gjarnan trúa því að vér fáum öllu framgengt með
sálmum og töfraþulum — það skaðar þá eigi. Mér var kennt að lesa í göml-
um bókum og rita hið forna letur — það var erfitt og seinlegt. Þekking mín
gerði mig sælan - hún brann eins og eldur í hjartanu. Ekkert var mér jafn-
kært og heyra sagt frá fyrri tímum og hlusta á sögur um guðina. Ég spurði
sjálfan mig fjölda spurninga sem ég kunni engin svör við, en eigi að síður
þótti mér gott að spyrja. Um nætur lá ég andvaka og hlustaði á storminn
- mér þótti sem væri hann rödd guðanna á flugi þeirra um geiminn.
Vér erum eigi fákunnandi eins og skógarbúarnir - konur vorar kemba
ull og spinna, prestar vorir klæðast hvítum skrúða. Vér gröfum eigi rætur
oss til matar, vér höfum eigi gleymt fornum ritningum þótt ærið séu þær
torskildar. En þekkingin brann í mér og einnig þekkingarskorturinn — ég
þráði að vita meira. Þegar ég loks var maður vaxinn kom ég að máli við
föður minn og sagði: „Nú er tímabært að för mín hefjist. Veit þú mér
samþykki þitt.“
Hann virti mig fyrir sér lengi, strauk skeggið og mælti síðan: „Já, það
er tímabært.“ Um kvöldið gekk ég í hús hinna prestvígðu, bað um hreins-
un og var hún mér veitt. Holdið sveið, en andinn var harður sem tinna.
Faðir minn yfirheyrði mig sjálfur um drauma mína.
Hann bauð mér að horfa inn í reykinn sem lagði upp af eldinum - ég
horfði og sagði hvað ég sá. Það var hið sama sem ég ætíð hef séð — fljót,
og handan við fljótið mikill dauðareitur þar sem guðirnir voru á ferli. Ég
hef oft hugsað um það. Augu hans voru hvöss meðan ég lýsti því sem ég
sá — nú var hann eigi lengur faðir minn, heldur prestur. Hann mælti:
„Þetta er máttugur draumur.“
„Það er minn draumur,“ sagði ég og reykurinn liðaðist um höfuð mér
og það varð létt sem fis. í forhýsinu var verið að syngja stjörnusönginn
og raddirnar hljómuðu í eyrum mér líkt og flugnasuð.
Hann innti mig eftir hvernig guðirnir væru til fara og ég lýsti fyrir
honum klæðnaði þeirra. Vér vitum af bókum hvernig þeir voru búnir, en
ég sá þá lifandi fyrir mér. Þegar ég hafði lokið máli mínu fleygði hann
prikunum þrisvar og gætti að hvernig þau komu niður.
„Þetta er næsta máttugur draumur,“ mælti hann. „Svo kann að fara að
hann reynist þér ofjarl."
279