Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 34
'Tímarit Mdls og menningar
„Ég er óhræddur,“ sagði ég og horfði beint framan í hann. Rödd mín
hljómaði sem úr fjarska, en það kom til af reyknum.
Faðir minn snart brjóst mitt og enni. Hann rétti mér bogann og örvarnar
þrjár.
„Tak þetta með mér,“ sagði hann. „I austur má eigi fara. Yfir fljótið
má eigi fara. I bústað guðanna má eigi koma. Allt er þetta bannað.“
„Allt er þetta bannað,“ sagði ég og það var rödd mín sem talaði, en
eigi fylgdi hugur máli. Faðir minn leit á mig á ný.
„Sonur minn,“ mælti hann. „Eitt sinn átti ég mér drauma. Svo kann að
fara að þú verðir mikill prestur, ef draumar þínir reynast þér ekki ofviða.
En verði þeir það, ertu eftir sem áður sonur minn. Og farðu nú vel.“
Ég lagði af stað án þess að neyta matar, svo sem lögin gera ráð fyrir.
Holdið sveið en hjartað eigi. Þegar dagur rann var þorpið úr augsýn. Ég
baðst fyrir, hreinsaði mig og beið eftir teikni. Teiknið var örn. Hann flaug
í ausmr.
Smndum eru teikn send af illum öndum. Enn beið ég átekta á kletta-
stallinum, fastaði, neytti engrar fæðu. Ég var grafkyrr - ég fann himininn
yfir höfði mér og jörðina undir fótunum. Eg beið uns degi tók að halla.
Þá runnu þrjú dádýr ausmr eftir dalnum - þau urðu mín eigi vör eða létu
sér á sama standa. 1 fylgd með þeim var hvítur hindarkálfur — það var
mikið teikn.
Ég fór í humátt á eftir þeim og beið þess er verða vildi. Hjarta mínu
stóð smggur af að halda í austur, en ég vissi að ég mátti til. Það suðaði
fyrir eyrum mér af svengd — og ég tók eigi eftir þegar hlébarði réðst á
hindarkálfinn. En fyrr en ég vissi af, var boginn spenntur í höndum mér.
Ég æpti og hlébarðinn leit upp. Það er enginn leikur að vinna á hlébarða
með einni ör, en örin smó gegnum auga hans svo að í heila stóð. Hann
dó um leið og hann reyndi að stökkva — hann valt um hrygg og tætti
svörðinn. Þá vissi ég að mér var ætlað að halda áfram — ég vissi að ég var
á réttri leið. Þegar húmaði kveikti ég eld og steikti mér kjöt.
Til austurs eru átta dagleiðir og á vegi göngumanns verða margir dauða-
reitir. Skógarbúarnir óttast þá, en ég var hvergi smeykur. Kvöld eitt kynti
ég bál í jaðri dauðareits og morguninn eftir fann ég ágætan hníf í dauða-
húsi, lítið eitt ryðgaðan að vísu. Þetta var smáræði í samanburði við það
sem ég átti í vændum, en það veitti mér nýjan þrótt. Það brást aldrei að
villibráð var í skotfæri þegar ég þurfti hennar með, og tvisvar lá leið mín
skammt frá hópi skógarbúa á veiðum, en þeir urðu mín eigi varir. Þá vissi
280