Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 34
'Tímarit Mdls og menningar „Ég er óhræddur,“ sagði ég og horfði beint framan í hann. Rödd mín hljómaði sem úr fjarska, en það kom til af reyknum. Faðir minn snart brjóst mitt og enni. Hann rétti mér bogann og örvarnar þrjár. „Tak þetta með mér,“ sagði hann. „I austur má eigi fara. Yfir fljótið má eigi fara. I bústað guðanna má eigi koma. Allt er þetta bannað.“ „Allt er þetta bannað,“ sagði ég og það var rödd mín sem talaði, en eigi fylgdi hugur máli. Faðir minn leit á mig á ný. „Sonur minn,“ mælti hann. „Eitt sinn átti ég mér drauma. Svo kann að fara að þú verðir mikill prestur, ef draumar þínir reynast þér ekki ofviða. En verði þeir það, ertu eftir sem áður sonur minn. Og farðu nú vel.“ Ég lagði af stað án þess að neyta matar, svo sem lögin gera ráð fyrir. Holdið sveið en hjartað eigi. Þegar dagur rann var þorpið úr augsýn. Ég baðst fyrir, hreinsaði mig og beið eftir teikni. Teiknið var örn. Hann flaug í ausmr. Smndum eru teikn send af illum öndum. Enn beið ég átekta á kletta- stallinum, fastaði, neytti engrar fæðu. Ég var grafkyrr - ég fann himininn yfir höfði mér og jörðina undir fótunum. Eg beið uns degi tók að halla. Þá runnu þrjú dádýr ausmr eftir dalnum - þau urðu mín eigi vör eða létu sér á sama standa. 1 fylgd með þeim var hvítur hindarkálfur — það var mikið teikn. Ég fór í humátt á eftir þeim og beið þess er verða vildi. Hjarta mínu stóð smggur af að halda í austur, en ég vissi að ég mátti til. Það suðaði fyrir eyrum mér af svengd — og ég tók eigi eftir þegar hlébarði réðst á hindarkálfinn. En fyrr en ég vissi af, var boginn spenntur í höndum mér. Ég æpti og hlébarðinn leit upp. Það er enginn leikur að vinna á hlébarða með einni ör, en örin smó gegnum auga hans svo að í heila stóð. Hann dó um leið og hann reyndi að stökkva — hann valt um hrygg og tætti svörðinn. Þá vissi ég að mér var ætlað að halda áfram — ég vissi að ég var á réttri leið. Þegar húmaði kveikti ég eld og steikti mér kjöt. Til austurs eru átta dagleiðir og á vegi göngumanns verða margir dauða- reitir. Skógarbúarnir óttast þá, en ég var hvergi smeykur. Kvöld eitt kynti ég bál í jaðri dauðareits og morguninn eftir fann ég ágætan hníf í dauða- húsi, lítið eitt ryðgaðan að vísu. Þetta var smáræði í samanburði við það sem ég átti í vændum, en það veitti mér nýjan þrótt. Það brást aldrei að villibráð var í skotfæri þegar ég þurfti hennar með, og tvisvar lá leið mín skammt frá hópi skógarbúa á veiðum, en þeir urðu mín eigi varir. Þá vissi 280
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.