Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
sá þá heyja sér þekkingu og safna visku í forðabúr. Og samt fór því fjarri
að allt sem þeir gjörðu væri harla gott - jafnvel mér var það deginum
Ijósara - og samt hlyti viska þeirra að vaxa uns friður ríkti hvarvetna.
Því næst sá ég ósköpin dynja yfir, og þau voru skelfilegri en orð fá lýst.
Þau dundu yfir þá, þar sem þeir gengu um stræti borgar sinnar. Ég hef
tekið þátt í bardögum við skógarbúana - ég hef séð menn deyja. En þetta
var öðruvísi. Þegar guðir heyja styrjöld við guði beita þeir vopnum sem
vér þekkjum eigi. Það var eldur sem féll af himnum ofan og eitruð þoka.
Þetta var á degi brunans mikla og eyðileggingarinnar. Þeir hlupu fram
og aftur eins og maurar um stræti borgar sinnar — Veslings, veslings guð-
irnir! Svo fóru turnar og hús að hrynja. Fáeinir komust lífs af - já örfáir,
segir sagan. En jafnvel eftir að borgin var orðin dauðareitur leyndist eitrið
árum saman í rústunum. Ég sá það allt, ég sá þá síðusm gefa upp andann.
Myrkur huldi borgina brotnu, og ég táraðist.
Ég sá þetta allt. Ég sá það, eins og ég hef lýst því, en ég sá það eigi í
líkamanum. Þegar ég vaknaði um morguninn var ég svangur, en ég gaf
því engan gaum í fyrstu. Hjarta mitt var í uppnámi og ég vissi hvorki í
þennan heim né annan. Nú þekkti ég orsök dauðareitanna, en fékk eigi
skilið hvers vegna þetta hafði komið fyrir. Mér fannst það hefði eigi átt
að koma fyrir, þegar þess er gætt hve þeir réðu yfir miklum töfrum. Ég
gekk um húsið og leitaði svars við spurningum mínum. Það var svo margt
í þessu húsi sem var skilningi mínum ofvaxið — og þó er ég prestur og
sonur prests. Það var líkt og að standa á bakka fljótsins mikla í náttmyrkri,
án leiðarljóss.
Svo fann ég dauða guðinn. Hann sat í stól við glugga á herbergi sem
ég hafði eigi komið í fyrr, og sem snöggvast hélt ég að hann væri lifandi.
En svo varð mér litið á húðina á handarbaki hans — hún var þurr eins og
skrápur. Herbergið var lokað, heitt og þurrt - af þeim sökum hafði hann
án efa geymst svona vel. Um stund þorði ég hvergi nærri að koma — en
óttinn hvarf mér von bráðar. Hann sat við gluggann og horfði yfir borg-
ina — hann bar klæði guðanna. Hann var hvorki ungur né gamall - mér
var ókleift að giska á aldur hans. En úr svip hans skein viska og mikil
hryggð. Það var auðséð að hann hafði eigi viljað flýja. Hann hafði sest
við gluggann sinn, horft á borgina sína deyja — og síðan dáið sjálfur. En
það er betra að týna lífinu en missa kjarkinn - og svipur hans bar vott
um óbilað hugrekki. Ég vissi að ef ég snerti hann yrði hann að dufti — og
samt var eitthvað ósigrandi í svipnum.
288