Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar sá þá heyja sér þekkingu og safna visku í forðabúr. Og samt fór því fjarri að allt sem þeir gjörðu væri harla gott - jafnvel mér var það deginum Ijósara - og samt hlyti viska þeirra að vaxa uns friður ríkti hvarvetna. Því næst sá ég ósköpin dynja yfir, og þau voru skelfilegri en orð fá lýst. Þau dundu yfir þá, þar sem þeir gengu um stræti borgar sinnar. Ég hef tekið þátt í bardögum við skógarbúana - ég hef séð menn deyja. En þetta var öðruvísi. Þegar guðir heyja styrjöld við guði beita þeir vopnum sem vér þekkjum eigi. Það var eldur sem féll af himnum ofan og eitruð þoka. Þetta var á degi brunans mikla og eyðileggingarinnar. Þeir hlupu fram og aftur eins og maurar um stræti borgar sinnar — Veslings, veslings guð- irnir! Svo fóru turnar og hús að hrynja. Fáeinir komust lífs af - já örfáir, segir sagan. En jafnvel eftir að borgin var orðin dauðareitur leyndist eitrið árum saman í rústunum. Ég sá það allt, ég sá þá síðusm gefa upp andann. Myrkur huldi borgina brotnu, og ég táraðist. Ég sá þetta allt. Ég sá það, eins og ég hef lýst því, en ég sá það eigi í líkamanum. Þegar ég vaknaði um morguninn var ég svangur, en ég gaf því engan gaum í fyrstu. Hjarta mitt var í uppnámi og ég vissi hvorki í þennan heim né annan. Nú þekkti ég orsök dauðareitanna, en fékk eigi skilið hvers vegna þetta hafði komið fyrir. Mér fannst það hefði eigi átt að koma fyrir, þegar þess er gætt hve þeir réðu yfir miklum töfrum. Ég gekk um húsið og leitaði svars við spurningum mínum. Það var svo margt í þessu húsi sem var skilningi mínum ofvaxið — og þó er ég prestur og sonur prests. Það var líkt og að standa á bakka fljótsins mikla í náttmyrkri, án leiðarljóss. Svo fann ég dauða guðinn. Hann sat í stól við glugga á herbergi sem ég hafði eigi komið í fyrr, og sem snöggvast hélt ég að hann væri lifandi. En svo varð mér litið á húðina á handarbaki hans — hún var þurr eins og skrápur. Herbergið var lokað, heitt og þurrt - af þeim sökum hafði hann án efa geymst svona vel. Um stund þorði ég hvergi nærri að koma — en óttinn hvarf mér von bráðar. Hann sat við gluggann og horfði yfir borg- ina — hann bar klæði guðanna. Hann var hvorki ungur né gamall - mér var ókleift að giska á aldur hans. En úr svip hans skein viska og mikil hryggð. Það var auðséð að hann hafði eigi viljað flýja. Hann hafði sest við gluggann sinn, horft á borgina sína deyja — og síðan dáið sjálfur. En það er betra að týna lífinu en missa kjarkinn - og svipur hans bar vott um óbilað hugrekki. Ég vissi að ef ég snerti hann yrði hann að dufti — og samt var eitthvað ósigrandi í svipnum. 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.