Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 49
Títanía og asnabausinn
Bokki er ekkert hirðfífl. Hann er ekki einu sinni leikari. Hann er eins og
Harlekín, sá sem kippir í þræði allra persónanna. Hann leysir hvatir úr
læðingi og kemur veraldar-vélinni af stað. Hann kemur henni af stað og
gerir gys að henni um leið. Harlekín er leikstjóri; og eins stjórna þeir
Bokki og Aríel þeim sjónleikjum, sem Oberon og Prosperó semja.
Bokki hefur dreypt berjasafa í augu elskendanna. Hvenær skyldi loks-
ins sjást á leiksviði sá Bokki, sem er allt í senn, skógarvætmr, púki og
Harlekín?
II
Sá sem síðastur ritar um ævi Shakespeares, A.L.Rowse,1 telur, að Draumur
á jónsmessunótt hafi verið frumsýndur í hinni fornu Lundúna-höll Sout-
hampton-ættarinnar á horni Kanslaragötu og Holborns. Þetta var mikið
hús í síðgotneskum stíl. Misstórar svalir og misháar gengu meðfram rétt-
hyrndum opnum húsagarði, sem var áfastur við trjágarð, tilvalið göngu-
svæði. Naumast yrði kosið á hæfara leiksvið fyrir það sem gerist í Draumi
á Jónsmessunótt. Það er liðið á kvöld og hófið er á enda. Oll minni eru
drukkin og dansinn úti. Enn standa þjónar í húsagarðinum og halda á
ljóskerum. En trjágarðurinn, sem við tekur er dimmur. Tvö og tvö í föst-
um faðmlögum og smjúga hægt út um hliðin. Spænskt vín er höfugt; og
þarna láta elskendurnir fyrir berast. Einhver gengur hjá; pilturinn vaknar.
Hann sér ekki stúlkuna, sem sefur við hliðina á honum. Hann er búinn
að gleyma þessu öllu, líka því, að hann hvarf úr dansinum með henni.
Onnur stúlka er rétt hjá. Hann getur náð til hennar, bara með því að rétta
út arminn; hann hleypur á eftir henni. Nú fyrirlítur hann hina jafn-inni-
lega og hann þráði hana fyrir stundu.
Lynda við Hermíu? Nei; sem svartra synda
sáriðrast ég þess glapræðis að binda
mig Hermíu. Ast mín helgast þínu nafni. (11,2)
Eitt af sérkennum Shakespeares er skynding ástarinnar. Það eru gagn-
kvæmir töfrar og blint ástar-æði við fyrsm sýn, fyrsm snertingu handa.
Astin sveipist niður eins og haukur; heimurinn er ekki framar til; elsk-
1 A. L. Rowes, William Shakespeare, A. Biography, London, 1963.
295