Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 67
Títanía og asnabausinn
... Ó, svefn, þú svæfir böl,
send mig burt um stund frá minni kvöl! (III,2)
Shakespeare lætur skóg ævinlega tákna Náttúruna. Flóttinn til Arden-
skógar er flótti frá grimmum heimi, þar sem leiðin til krúnunnar liggur um
morð, bróðir rænir bróður arfahlut hans, og faðir biður um dauða dóttur
sinnar, ef hún kýs sér eiginmann gegn hans vilja. En það er ekki eingöngu
skógurinn sem af hendingu er Náttúran. Eðlishvatir vorar eru líka nátt-
úran. Og þær eru jafn-geggjaðar og heimurinn.
. . . Elskendum
og vitfirringum kraumar dátt í kolli
sú ímyndun . . . (V,l)
Hugmið ástarinnar gengur enn aftur í harmleiknum gamla um Píramus
og Þispu, sem leikinn er í lok Draumsins af flokki Kvists. Múrveggur stíar
elskendunum sundur, þau geta ekki snert hvort annað, geta aðeins sézt
gegnum sprungu. Þau munu aldrei ná saman. Soltið Ijón kemur á stefnu-
mótið og Þispa flýr skelfingu lostin. Píramus finnur kápuna hennar blóð-
stokkna og rekur sig í gegn. Þispa snýr aftur, finnur lík Píramusar og rek-
ur sig í gegn með sama rýtingnum. Veröldin er grimm trúum elskendum.
Veröldin er vitskert og ástin er vitskert. I þessari allsherjar sturlun Nátt-
úrunnar og Sögunnar á hamingjan stopular stundir:
hraðfleyg sem skuggi, skammgóð einsog draumur,
sem elding snögg á niðadimmri nótt. (1,1)
Helgi Hálfdanarson þýddi.
Draumur á Jónsmessunótt er í 1. bindi Leikrita Shakespeares, ný útgáfa þess
bindis er væntanleg innan skamms.
313