Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 70
Ólafur Haukttr Símonarson
Sögukafli úr Galeiðunni
Það hefur verið ógæftasamt það sem af er vetrar, en loðnuaflinn er samt
í meðallagi og togararnir hafa aflað mjög vel. Verð á loðnuafurðum er
hátt. Ansjósustofninn við Perústrendur virðist hafa hrunið á skömmum
tíma. Framleiðsla Perúmanna á lýsi og mjöli er í lágmarki. Það er gott
fyrir Islendínga. Eins dauði er annars brauð. Þannig er veröldin.
Verðið á Hinni heilögu þorskblokk hefur farið hækkandi á Bandaríkja-
markaði. Austantjaldsmarkaðirnir eru tryggir segja menn þótt verðið þar
sé ekkert svipað því sem fæst vestanhafs. En gott er að eiga Sovétmenn að,
því þeir eiga olíu í vélar fiskiskipanna íslensku og bensín á amerísku drek-
ana sem Islendíngar spóka sig á. Og það er hægt að selja flestar fiskteg-
undir með lagni. Stundum þarf að vísu að sletta mútu í afríska milliliði,
en menn láta sig hafa það, gángi skreiðin á annað borð út með hríngormi,
ýldu og öllu saman.
Samt er botnlaust tap á útgerðinni á Islandi. Það hefur alltaf verið
tap á útgerð á Islandi. Og það er tap á fiskverkuninni, að minnsta kosti
suðvestanlands. Frystihúsin hóta að loka rétt eina ferðina. Og loðnuflot-
anum er siglt til hafnar rétt einusinni tilað mótmæla ónógum fiskverðs-
hækkunum. Fiskframleiðendur standa saman. Þeir fjölmenna í ráðuneytin
og bera fram kröfur. Ráðherra tekur þeim virktavel, segist vilja hlutast
til um bráðabirgðalausn. Það er sest að kaffiveitingum í ráðuneytinu. Ráð-
herrann fær að vita hve marga milljarða athafnamennina vantar. Og ráð-
herrann hlustar af stakri þolinmæði á athafnamennina sem barma sér eftir
kúnstarinnar reglum og ráðherrann kínkar kolli einsog vélbrúða. Hann
þekkir röksemdir athafnamannanna útí æsar. Hann veit hvenær þeir segja
satt og hvenær þeir ljúga. En ráðherrann þekkir leikreglurnar, hann getur
ekki sagt þá Ijúga, björgunarmenn og stólpa heilla byggðarlaga. Loks tek-
ur ráðherrann að líta á tölvuúrið sitt og athafnamennirnir standa á fætur
og það er mikið tekist í hendur. Athafnamennirnir yfirgefa ráðuneytið
með loforð uppá vasann. Þeir stíga uppí trausta vagna sína sem kosta þetta