Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 78
Tímartt Máls og menningar
En hittu þeir einhvern, sem mátti þeim meir,
af mannlífsins stríðsvelli rýmdu þeir.
Þeir þorðu að lifa og þorðu að deyja.
En ofurmennishugsjón Jóhanns fólst þó fyrst og fremst í tignun hins
mikla skáldanda sem getur skynjað og túlkað dulúðugt samræmi tilver-
unnar. Æðsti draumur Jóhanns var að verða slíkur „andi“ og öðlast
sess í hópi snillinganna. Hann segir í Vceri ég aðeins einn af þessum fáuG:
Líkt og leiftrið bjarta
loftið regnvott klýfur,
eða óspillt hjarta
ástin fyrsta hrífur,
þannig skáldin allt í einu vinna
alla þá, sem lífsins hjartslátt finna,
væri ég aðeins einn af þessum fáu.
Þessi ofurmennisdraumur birtist ómengaður í flestum ljóðum Jóhanns
fram til ársins 1905. Hann virðist trúa á mátt sinn og megin til að beygja
veruleikann undir vilja sinn. I kvæðinu Strax eða aldrei7 segir hann: „Sá
skapandi vilji er það vald sem ég ann“. Kannske er þessi ljóðlína einn
órækasti vitnisburðurinn um áhrif Nietzsches á ljóðagerð íslenskrar ný-
rómantíkur.
Síðar í ritgerðinni verður nánar komið inn á skilgreiningu ný-rómán-
tískra ljóða Jóhanns. Alyktun mín er sú að helstu einkenni þeirra séu
draumkennd dulúð, samræmisvimnd og ofurmennistrú. Af þessum þrem-
ur þátmm tel ég ofurmennistrúna hvað afdrifaríkasta fyrir síðari verk
Jóhanns. Margt virðist benda til að hún hafi beðið skipbrot þegar á leið
fyrsta áratug aldarinnar. Með því var grundvöllur ný-rómantískrar lífsskoð-
unar Jóhanns brostinn og straumhvörf hlum að verða í skáldskap hans.
Straumhvörfin leiddu þó ekki til þess að Jóhann ýtti hugmyndum og
yrkisefnum ný-rómantíkurinnar gjörsamlega til hliðar. Hann hélt áfram að
fjalla um svipuð vandamál en nálgaðist þau nú frá öðru sjónarhorni. Raun-
ar má segja að mest allur hans skáldskapur eftir 1905 hafi verið uppgjör
við ný-rómantíska skeiðið. Þetta á ekki aðeins við um Ijóð hans heldur og
leikritin. Vil ég minna sérstaklega á Rung lcekni (1905) og Galdra-Loft
(1915). I báðum þessum verkum sýnir hann fram á vonleysi hins ný-
rómantíska valdadraums. I Rung lcekni notar Jóhann merkilegt tákn um
hugsjónir ný-rómantíkurinnar, þegar hann leggur einni persónu sinni í
324