Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 92
Ádrepur Vramhdd af bls. 255. ég ekki þessa tilhneigingu á þeim dögum sem ég komst í tæri við marxism- ann . . . ég vildi aldrei ganga í Kommúnistaflokkinn. Ég vildi frjáls mega velta málefnunum fyrir mér með þeim forsendum sem ég hafði á valdi mínu; lét aldrei rígskorðaðar heimspekigreinar binda mig.“ Heldur finnst mér þetta ósmekklegt en þó mjög í stíl við þá vanmáttaráráttu Halldórs, sem virðist vera ein helsta kveikjan að minningabókum hans, að gera lítið úr gömlum samferðamönnum og upphefja þannig sjálfan sig. Af félögum hans íslenskum hafði enginn eins mikla möguleika og hann tiL að fylgjast með umræðum um gang mála í Sovétríkjunum; og til er frá hans hendi ýmislegt sem bendir til að hann hafi enganveginn reynt að múra sig inní fáfræðinni. Hann getur því ekki einsog þeir afsakað sig með því að hann hafi ekki vitað betur. Samt létu fáir ef nokkrir „rígskorðaðar heimspekigreinar“ binda sig einsog hann. En hvað kemur upplýstum manni einsog Halldóri Laxness til að kenna nú þessa fortíð sína við marxisma? Er hann að reyna að koma höggi á Karl Marx? Og þá hversvegna? Er hann að reyna að hjúpa sinn akkilesarhæl margrómuðu gæðalíni? Eða eigum við aðeins að skilja þetta sem yfirlýsingu um að hann sé nú endanlega genginn í lið með þeim svarthöfðum borgarapressunnar sem í fyrirlitningu sinni á lesendahópnum geta ár eftir ár boðið lionum uppá þann fróðleik að marxismi og stalínismi sé sama fyrirbærið? Vésteinn Lúðvíksson. Að skilja tímann Ritstjórinn sýndi mér sem ritnefndarmanni ádrepu Vésteins Lúðvíkssonar um Halldór Laxness og marxismann. Þar voru slegnir tónar sem létu illa í mínum hlustum og því bið ég ritstjóra fyrir stutta athugasemd. Bölvanlega er mér við það, að ferill Halldórs Laxness sé settur undir merki „gagnrýnislausrar trúar á visku annarra“. Ég á þá ekki við þau almennu sann- indi, að öll höfum við sest við fætur meistara, lengur eða skemur, því ekki það? Heldur hitt, að Halldór Laxness kunni jafnan að bræða upp þau áhrif sem hann varð fyrir og nota í nýsmíði. í Sjálfstæðu fólki nýtist honum prýðilega ýmislegt úr umræðu marxista um bændamál í heiminum, kenningin veldur engri andarteppu í skáldsögunni, nema síður væri. Og væri miklu skemmti- legra að lifa ef þeir sem síðar vildu gjóta augum til marxisma þegar þeir sömdu skáldverk hefðu náð jafn sannfærandi árangri. En „sagðist“ H. L. hafa verið marxisti? Ég hef ekki heyrt það, þótt vissulega hafi hann játast undir áhrif úr þeirri átt. Ég er auðvitað sammála Vésteini Lúð- víkssyni í því að það er óralangt frá Marx til Stalíns. En þegar hann vill kalla H. L. „emn ötulasta talsmann stalínismans hér á landi“, þá segi ég stopp. 338
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.