Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 93
T'ímarit Máls og menningar H. L. tók máli Sovétríkjanna á fjórða áratugnum og síðar, það er rétt. Og hann var áhrifaríkur í þeirri málsvörn. En slík vörn fyrir Sovétríkin var ekki einkamál stalínista. Misjafnlega sterk blanda af réttlætingu Sovétríkjanna og hrifningu var ótrúlega algengur drykkur í pólitísku menningarsamkvæmi Evr- ópu. Þarna kom margt saman: menningarþreyta frjálslyndra manna, áhugi á einhverju nýju og óvenjulegu og annarlegu (svipaður þeim áhuga á Kína sem fyrir skemmsm var í tísku), vonir um sósíalisma og síðast en ekki síst: þörf fyrir öflugan bandamann gegn Hitler. Þetta voru forsendur sem hlutu að trufla raunverulegan skilning á því sem fram fór í Sovétríkjunum. Miklu fremur en trú á „rígskorðaðar heimspekigreinar“. En þá bætir Vésteinn því við sem sumir menn aðrir hafa minnst á: Halldór Laxness vissi betur! Það er að því leyti rétt, að hann hafði komið nær sovésk- um veruleika en flestir ef ekki allir íslendingar aðrir í þann tíma. En þótt sú vitneskja hlyti að hafa í för með sér ákveðna fyrirvara á hinum opinberu sovésku útskýringum á atburðum, þá dugði hún skammt samt sem áður. Ef menn reyna að leggja á sig að skilja þá skáldatíma sem hér um ræðir, og gleyma þá þeirri vitneskju sem síðar varð aðgengileg, þá ber að leggja sérstaka áherslu á djöfullega snilli Stalíns sem leikskálds og leikstjóra. í leikriti hans var drjúgur hluti forystuliðs rússnesku byltingarinnar látinn játa á sig alla þá glæpi sem verstir voru. Það var erfitt að trúa því að það væri satt, en það var jafnvel enn erfiðara að koma því heim og saman að leiksýningin væri lýgi og mennirnir saklausir. Hvorutveggja var svo langt utan við tiltæk reynslusvið. Það dugði heldur ekki að hlusta bæði á sovéskan áróður annarsvegar og útskýringar Trotskís í útlegð hinsvegar, reyna að leggja saman og draga frá: þau dæmi gengu heldur ekki upp. Það tók mjög langan tíma að fá yfirsýn yfir það, hvað réttarhöldin 1936—38 þýddu og af hvaða stærð Gúlagið var. Trotskí vissi það ekki, ekki Deutscher heldur í frægri æfisögu Stalíns. Ég hefi þekkt Rússa, sem lentu með einum hætti eða öðrum í kvörninni miklu, en áttu mjög stórar eyður ófylltar í sínu yfirliti um þennan tíma, enda þótt komið væri fram á sjöunda tug ald- arinnar. Ég bið forláts: sumt af þessu amk eiga að vera sjálfsagðir hlutir. En því er á þessa hluti minnt, að grein Vésteins er undir svipaða lágkúru seld og ýmis- legt annað sem menn hafa skrifað um vestræna sósíalista og Stalínstímann: þar er ekki gerð tilraun til að skilja tímabilið, vonir og lífsháska þeirra sem voru staddir í því miðju. Væri slík viðleitni þó miklu sæmilegri rithöfundi og marx- vini en að temja sér það auðvelda yfirlæti Besserwissers úr samtímanum, sem miklu meira en nóg er af. Árni Bergmann. „ÁDREPUR“ ERU VETTVANGUR FRJÁLSRA SKOÐANASKIPTA 339
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.