Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 97
Óiafur sýna betur en áður vald á frjáls-
um og óbundnum formum þegar þau
henta því sem hann er að segja. Um
bragleikni hans þarf auðvitað ekki að
spyrja, en í fyrri ljóðabókum gætti á
stundum óþarfa auðsveipni við hefð-
bundin form og reglulega hrynjandi.
Hér er þetta með öllu horfið.
Eg býst við að yngstu kynslóð ljóða-
unnenda í landinu þyki kvæði Ólafs
Jóhanns gamaldags að viðhorfum og
tjáningarhætti. Um það þýðir auðvitað
ekki að deila. Að mínum dómi er fram-
lag Ólafs Jóhanns til íslenskrar ljóð-
listar orðið mikils virði. Hann leggst
á árina með þeim sem etv. mætti kalla
endurnýjunarskáld og virðist mér hann
þar vera í flokki með mönnum eins og
Snorra Hjartarsyni og Hannesi Péturs-
syni, en liann á líka margt sameiginlegt
með þeim Guðmundi Böðvarssyni og
Þorsteini Valdimarssyni. Módernism-
inn svo kallaði hefur haft veruleg áhrif
á þcssi skáld,' minnst þó líklega á þá
Guðmund og Þorstein, en ekkert þeirra
hefur gerst honum handgengið. Islensk
Ijóðhefð og rómantískur náttúruskiln-
ingur eru snarir þættir í ljóðagerð þeirra
allra.
• Vésteinn Olason.
ÖRVAR ÚR MÆLI
Módernistar eftirstríðsáranna, sem í
hálfkæringi voru kallaðir atómskáld,
voru hver öðrum harla ólíkir. Skýrust
áhrif, bein eða óbein, frá engilsaxnesk-
um módernisma virðast vera á kreiki
í kvæðum Hannesar Sigfússonar; samt
hafa þau alla tíð verið einkennilega
rammíslensk. Langt er síðan menn veittu
því athygli að margt er skylt með mód-
ernisma í ljóðagerð og dróttkvæðum.
Umsagnir um bcekur
Þessi skyldleiki kemur mjög skemmti-
lega fram í dálitlu kvæði sem stendur
næstfremst í nýjustu ljóðabók Hann-
esar.1 Kvæðið nefnist Lausnir:
Tungan lá skorðuð
bak við skarðan ís
— skalf af frosnum orðum
Fjörð leysti
Logaði í ál
Lauk upp vörum
Skip runnu
þegar rofaði til:
Tönn varð að hlunni.
Hér er komið að yrkisefni sem í senn
tengir dróttkvæðaskáld og módernista
og sýnir mun þeirra: sjálfri skáldskap-
aríþróttinni. Það er auðvitað ekki til-
viljun að Egill bergmálar bak við stök-
ur Hannesar né skyldleiki myndhugsun-
ar þeirra. Hannes tekur mið af Agli
(án þess að stela nokkru frá honum)
af því að hann finnur til skyldleikans.
Dróttkvæðaskáldum og módernistum
er það umfram allt sameiginlegt að þeir
líta á skáldskaparíþróttina sem smíð
griþs úr máli, og eins og allir góðir
smiðir bera þeir djúpa virðingu fyrir
efnivið sínum og séreðli háns. Þetta
leiðir af sér vanmáttartilfinningu gagn-
vaft framandleika efniviðarins sem erfitt
getur verið að yfirstíga méðan skáld-
ið/smiðurinn er að komast í ham. Því
sælli er auðvitað sú stund þegar tök hafa
náðst á efniviðnum. Það eru þessi hvörf
frá þögn og vanmætti til tjáningargetu
sem lýst er í Lausnum (kvæðið hefur
auðvitað víðari skírskotun en til skálda
!) Hannes Sigfússon: Örvamcelir. Mál og
menning. Reykjavík 1978.
343