Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 99
eins og td. hið myndræna kvæði Samúð,
sem endar á þessa leið:
Ekkert er hlýrra en samúð
snyrtilega unnin og þæfð í belgvettlinga
þegar veruleikinn krefur þig um annað
en vettlingatök
Einnig mætti nefna Life show og Steina
Sísífúss, sem er frumlegast og áhrifa-
mest þessara þriggja. Þar fjallar hann
um áþján mannkyns og víkkar sjónar-
hornið smám saman frá hversdagslífi
einnar borgar uns það tekur yfir hnött-
inn allan. En sérkennilegar náttúru-
myndir, bæði nærmyndir og aðrar með
mikilli vídd, vekja einnig oft ísmeygi-
legt hugboð eða grun sem gemr orkað
á lesandann eins og pólitískt áfengi.
Draumur um byltingu, grundvallaður á
endurnýjunarmætti náttúrunnar, hefur
áður verið vakinn af ljóðum Hannes-
ar. Hér er hann óumdeilanlega á ferð
í ágætu kvæði um Vatnið, sem framan
af orkar á mann sem skáldleg náttúru-
vísindi. Hvergi held ég þessi hugsun
eða kennd sé jafnlistiiega tjáð í ljóð-
um Hannesar og í kvæði sem er eigin-
lega of langt til að taka upp í ritdóm
en líka of gott til að limlesta með sýn-
ishorni:
Valin spjót?
Frækornið hrekkur af skörðum bikarn-
um eins og teningskast á frosna jörð
En það er ávalt ávalt
og augun slökkt af blindum ásetningi
Það horfir inn í skel sína þar sem hug-
boðin eru vafin í stranga
röð lífhvata eins og glitvefnaður í
hillum
og bíður hlákunnar, fleygmyndað sem
regnið
er að lokum drífur það niður í jörðina
Fræ og frjó
Umsagnir um beekur
tvær álmur á sama hugtaki
Onnur veit niður í vetrardvalann
þar sem þelinn er skýjaður himinn yfir
sofandi torfbæjum
Hin er falið spjót sem miðar á sólhvítar
firrðir
þegar villuljós mánans seytlar gegnum
ísbrynjuna
Er það sólin sem lýkur upp hurðum
eða uppreist spjót sem rjúfa þekjuna
á vorin
eftir ötula baráttu? Veturinn liggur eins
og vígslóði um allt
gegnumsmoginn af grænum lagvopnum
Þau hefjast upp úr valnum eins og
háir stönglar
skjóta frjóöngum mót hækkandi sól
draga upp veifur og lauffána
og fagna sigri
Blóm eru draumar þeirra
Oll flokkun er fölsun. I öðrum rit-
dómi hér að framan flokkaði ég Olaf
Jóhann Sigurðsson með nckkrum skáld-
um sem ég kallaði endurnýjunarskáld,
en hér hef ég talað um Hannes Sigfús-
son sem módernista. Víst er margvís-
legur munur í ljóðum þessara tveggja
skálda, en margt er líka líkt í afstöðu
þeirra til náttúrunnar og mannlífsins
og hvernig þeir tengja þessa frumþætti
í skáldskap sínum. Alveg væri fjarstætt
að eigna þeim stað hvorum sínu meg-
in við einhverja gjá sem módernisminn
hefði opnað milli gamalla og nýrra
hefða. Enda væri það kannski undarlegt
um tvo ís'enska sveitamenn af sömu
kynslóð. Við hinu er auðvitað fremur
að búast að mikið skilji þessa menn og
bcrgarbðrn eftirstríðsáranna sem nú eru
farin r.ð yrkia. Samt er Egill líklega
forfaðir a!!s bópsins, karlskömmin.
Vésteinn Ólason.
345