Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar Gunnar Benediktsson: AÐ LEIKSLOKUM Ahugaefni og ástríður. Bókaútgáfan Orn og Orlygur h.f., 1978. 171 bls. Til er landskunn saga um prestinn í Saurbæ nyrðra, sr. Gunnar Benediktsson, þegar hann skyldi hafa forgöngu í undir- búningsnefnd til að semja stefnuskrá fyrir félag Framsóknarmanna í Eyja- firði. Sem hann nú tekur „að brjóta heilann um höfuðlínur í stefnuskrá fé- lagsins og sökkva mér niður í viðfangs- efnin, sem fyrir lágu, þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég hafnaði alltaf í sósíalisma, sem ég þekkti þá ofurlítið til". Upp úr þessu slitnaði síðan sam- starf sr. Gunnars við Framsóknarfélaga sína og hann hneigðist opinberlega til sósíalisma, en því lauk svo, að hann gekk til liðs við hina ungu kommúnista- hreyfingu og hvarf frá prestskap í Grundarþingum. Þegar Jónas frá Hriflu spurði klerk, hvað valdið hefði brott- hvarfi hans og fékk vitneskju um það, sem gerzt hafði, varð honum að orði: „Það var slæmt, að þú skyldir fara að grufla út í þetta!" Þessa sögu hefur Gunnar sjálfur staðfest í riti sínu „Skriftamál uppgjafaprests" 1962. I beinu framhaldi af þessu „grufli" braut uppgjafaprestutinn allar brýr að baki sér og gerðist eldheitur predikari á nýjum slóðum, boðberi hugsjónar sósíal- ismans, sem hann síðan hefur aldrei brugðið trúnaði við, hversu mjög sem á móti blés á stundum, og aldrei gengið á máia hjá þeim öflum, sem hann telur til óheilla alþýðu þessa lands; „gruflið" skapaði einlægan og heilsteyptan bar- áttumann, sem nú á níræðisaldri lítur yfir feril sinn með því að rita fjórar minningabækur: „Stungið niður stíl- vopni' 1973, „Stiklað á stóru" 1976, „í flaumi lífsins fljóta" 1977 og nú síðast „Að leikslokum" 1978. I þessum bókum bregður hann upp litríkum myndum af ævi sinni frá upp- hafi vega austur í Hornafirði um alda- mótin síðustu, þar til hann er setztur að á friðarstóli í Reykjavik hin síðustu ár. Bækur þessar eru mikilvægar heimildir um viðburðaríka sögu, bæði hans sjálfs, svo og þeirra pólitísku og menningar- legu tíðinda, sem orðið hafa á íslandi á þessari öld. Sem að líkum lætur kann hann frá mörgu að greina, enda virkur þátttakandi í ólgandi lífi þessa tíma- skeiðs og kennir sannarlega til í storm- um sinnar tíðar. Rithöfundarhæfileikar hans koma engum á óvart, því að þá hefur hann fyrir löngu opinberað alþjóð; hitt er aðdáunarvert, að minni hans virðist furðulega traust á löngu liðna atburði, og hversu vel honum hefur tek- izt upp að glæða þá nýju lífi, án þess ellimörk megi greina. Frásögn hans og stíll einkennist sem einlægt fyrr af hreinskilni, hjartahlýju og góðlátlegum, græskulausum húmor; það er og eftir- tektarvert, að þrátt fyrir minningar um hatrama, linnulausa baráttu í skæðu ná- vígi við andstæð öfl, sem hömðust við málstað hans og vildu gera honum per- sónulega sem mest til miska er honum sjálfum ekkert hatur í hug og furðu lítil beiskja kemur fram, þótt til slíks væri ærin ástæða. Þar er framar öðru heiðríkja hugans; sanngirni og mildi í dómum ganga sem rauður þráður gegn- um verk hans. Hann þarf hvorki dóm- hörku né heldur að hafa stöðugt fing- urinn á lofti til að benda með vandlæt- ingu á framferði andstæðinganna; les- andinn skynjar það vel á bak við hóg- væra frásögn hans, hvílík baráttan var, þegar hún var hörðust, og hvaða dóm á 346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.