Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 107
gera þessar bækur að ágætum bókum heldur miklu fremur sá næmleiki sem höfundurinn hefur til að bera, sú fágun og kurteisi sem manneskjunni er sýnd í frásögnum hans. ☆ Um þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar er unnt að vera fáorður, því þær eru í flestu tilliti svo góðar að þær eru hafn- ar yfir umræðu. Það leynir sér ekki að þýðandi hefur lagt sál sína og elju í verkið, og uppskeran er skínandi. Þarna verður hvort tveggja í senn að allur bragur frásagnar verður svo rammís- lenskur sem best verður á kosið og jafnframt tekst að fylgja frumtexta svo að með ólíkindum er. — Þess skal þó getið að ég hef aðeins borið saman kafla og kafla úr Turninum á heims- enda, ekkert úr síðari bókinni. Það eina sem mér virðist vera athuga- vert er að stundum sælist þýðandi til að nota býsna fátítt orðalag þar sem frum- textinn gefur ekki efni til neinna af- brigða. Eg get nefnt sem dæmi þegar spurningin „Ser du noget?“ er þýdd með „Sérðu neitt?" (þýð. bls. 99). Vissu- lega er þetta góð og gild íslenska, en miklu fátíðari en „Sérðu nokkuð?“ — En þarna er reyndar um að ræða miklu flóknara mál en svo að mér detti í hug að kveða upp nokkurn dóm, og eftir stendur það að þýðandi hefur skilað verkum höfundar á máttuga ísiensku og fagra, einmitt þannig að lesanda getur fundist að svona hefði Heinesen ein- mitt orðað þetta — hefði hann skrifað íslensku. Og verður þá öllu lengra komist? Með því það er löngum talin skylda ritrýna að finna einhvern agnúa að hengja á hatt sinn skal þess getið að á bls. 25 í Turninum á heimsenda hefur Umsagnir um bœkur fallið niður setningarhluti. Þar segir um „lukkupokana" að „I þeim eru „pipar- myntur" — og svo einhver hlutur, kannski húfa úr krumpuðum pappír . . o. s. frv. — I frumtexta er á und- an húfunni talað um „máske en finger- ring“. Þetta fingurgull fellur niður — en svo skýtur því upp eins og skrattan- um úr sauðarleggnum neðar á sömu síðu, þar sem það „skerst inní fingur- inn“. Mér þykir reyndar sennilegast að hér sé við prófarkalestur að sakast, enda sést víðar að hann hefði getað verið betri: í báðum bókunum má finna prent- villur sem fara giska illa í svo fallegum texta. Heimir Pálsson. LJÓSVÍKINGURINN í GUÐFRÆÐILEGU LJÓSI Doktorsritgerð séra Gunnars Kristjáns- sonar, Religiöse Gestalten und christ- liche Motive im Romanverk „Heims- ljós“ von Halldór Laxness, sem var tek- in gild af guðfræðideild Ruhr-háskólans í Bochum í Vestur-Þýskalandi haustið 1978, er nýstárlegur og forvitnilegur at- burður í okkar norræna bókmennta- heimi. Að vísu hafa fræðimenn áður bent á ýmis guðfræðileg hugtök og atriði í sambandi við æviferil og örlög Ljós- víkingsins. En það er auðvitað mikils virði að fá nú allt þetta efni samræmt og útskýrt af höfundi með þjálfun í nú- tíma guðfræðivísindum. Rit Gunnars er undir sterkum áhrif- um frá hugsunarheimi Pauls Tillichs, sem er mikið nafn í guðfræði okkar daga. Það er samkvæmt höfundi sjálf- um „innblásið af menningarguðfræði Tillichs" (13). Með því er líka sagt að TMM 2 3 353
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.