Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 107
gera þessar bækur að ágætum bókum
heldur miklu fremur sá næmleiki sem
höfundurinn hefur til að bera, sú fágun
og kurteisi sem manneskjunni er sýnd
í frásögnum hans.
☆
Um þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar er
unnt að vera fáorður, því þær eru í
flestu tilliti svo góðar að þær eru hafn-
ar yfir umræðu. Það leynir sér ekki að
þýðandi hefur lagt sál sína og elju í
verkið, og uppskeran er skínandi. Þarna
verður hvort tveggja í senn að allur
bragur frásagnar verður svo rammís-
lenskur sem best verður á kosið og
jafnframt tekst að fylgja frumtexta
svo að með ólíkindum er. — Þess skal
þó getið að ég hef aðeins borið saman
kafla og kafla úr Turninum á heims-
enda, ekkert úr síðari bókinni.
Það eina sem mér virðist vera athuga-
vert er að stundum sælist þýðandi til að
nota býsna fátítt orðalag þar sem frum-
textinn gefur ekki efni til neinna af-
brigða. Eg get nefnt sem dæmi þegar
spurningin „Ser du noget?“ er þýdd
með „Sérðu neitt?" (þýð. bls. 99). Vissu-
lega er þetta góð og gild íslenska, en
miklu fátíðari en „Sérðu nokkuð?“ —
En þarna er reyndar um að ræða miklu
flóknara mál en svo að mér detti í hug
að kveða upp nokkurn dóm, og eftir
stendur það að þýðandi hefur skilað
verkum höfundar á máttuga ísiensku og
fagra, einmitt þannig að lesanda getur
fundist að svona hefði Heinesen ein-
mitt orðað þetta — hefði hann skrifað
íslensku. Og verður þá öllu lengra
komist?
Með því það er löngum talin skylda
ritrýna að finna einhvern agnúa að
hengja á hatt sinn skal þess getið að á
bls. 25 í Turninum á heimsenda hefur
Umsagnir um bœkur
fallið niður setningarhluti. Þar segir um
„lukkupokana" að „I þeim eru „pipar-
myntur" — og svo einhver hlutur,
kannski húfa úr krumpuðum pappír
. . o. s. frv. — I frumtexta er á und-
an húfunni talað um „máske en finger-
ring“. Þetta fingurgull fellur niður —
en svo skýtur því upp eins og skrattan-
um úr sauðarleggnum neðar á sömu
síðu, þar sem það „skerst inní fingur-
inn“. Mér þykir reyndar sennilegast að
hér sé við prófarkalestur að sakast, enda
sést víðar að hann hefði getað verið
betri: í báðum bókunum má finna prent-
villur sem fara giska illa í svo fallegum
texta.
Heimir Pálsson.
LJÓSVÍKINGURINN
í GUÐFRÆÐILEGU LJÓSI
Doktorsritgerð séra Gunnars Kristjáns-
sonar, Religiöse Gestalten und christ-
liche Motive im Romanverk „Heims-
ljós“ von Halldór Laxness, sem var tek-
in gild af guðfræðideild Ruhr-háskólans
í Bochum í Vestur-Þýskalandi haustið
1978, er nýstárlegur og forvitnilegur at-
burður í okkar norræna bókmennta-
heimi. Að vísu hafa fræðimenn áður
bent á ýmis guðfræðileg hugtök og atriði
í sambandi við æviferil og örlög Ljós-
víkingsins. En það er auðvitað mikils
virði að fá nú allt þetta efni samræmt
og útskýrt af höfundi með þjálfun í nú-
tíma guðfræðivísindum.
Rit Gunnars er undir sterkum áhrif-
um frá hugsunarheimi Pauls Tillichs,
sem er mikið nafn í guðfræði okkar
daga. Það er samkvæmt höfundi sjálf-
um „innblásið af menningarguðfræði
Tillichs" (13). Með því er líka sagt að
TMM 2 3
353