Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 112
Tímarit Máls og menningar einungis fáum útvöldum. Um þetta hygg ég að flestir geti verið sammála þó að þá sé reyndar eftir að koma því á hreint hvað sé ótvírætt góð saga og er það þyngri þrautin. En svona bollalegg- ingar eins og hér að ofan eru e.t.v. ó- þarfar því tíminn sker á endanum úr um þetta allt. I bók sinni Vatn á myllu kölska1) fremur Olafur Haukur Símonarson margvíslegan galdur og einn sá stærsti er líklega sá að hafa komist óséður að því er virðist inn á gafl hjá Hans Gunn- arssyni og fólki hans, því mér er næst að halda að Hans þessi hefði vísað manni eins og Olafi Hauki kurteislega á dyr úr sínum húsum hefði Olafs orð- ið þar vart, til að mynda í afmælisveislu móður Hans. Aðalpersóna þessarar laglega gerðu sögu er Gunnar Hansson, sonur fyrr- nefnds Hans, maður á góðum aldri, líklega rétt um þrítugt, og hefur lifað við þær fágæm aðstæður að hafa átt möguleika á að „verða“ hvað sem var — eða hvað? Þessar fyrrgreindu aðstæð- ur hafa haft það í för með sér að Gunn- ar hefur ekki þurft eða kannski ekki átt möguleika á að berjast fyrir neinu og af því að mannskepnan er oftast söm við sig, þá hefur ágæmr drengur að því er virðist tapað átmnum í líf- inu. Hann leggst í drykkju og einmitt á einu gráu föstudagssíðdegi í byrj- un febrúar dettur hann í það og við fylgjumst með honum á firnamiklum helgartúr — og raunar eilítið lengur. I ágætum ritdómi var talað um Gunn- ar Hansson sem andhetju og um leið fullyrt að tækist að „þurrka hann upp J) Olafur Haukur Símonarson: Vatn á myllu kölska. Skáldsaga. Mál og menning, Reykjavík 1978. á Freeport þá mun hann innan tíðar hvorki æmta né skræmta". Arni Bergmann: Ritdómur í Þjóðviljanum, 3ja des. 1978). Það er nú það. Kannski er hetja í sögu („söguhetja") aðeins sú persóna sem smtt og laggott breytir „hetjulega" og samkvæmt því er Bjartur í Sumarhúsum þá á sinn hátt hetja en Ol- afur Kárason andhetja. En má ekki líka og kannski ekki síður líta svo á að spurningin um hetju eða andhetju sé alveg eins sú, hvort lesandi hafi samúð með sögupersónu eða ekki. Og þá er það spurningin stóra um Gunnar Hans- son hvort að í fylliríi sínu opni hann sig ekki á þann hátt að við sjáum að þar hafi góður maður farið fyrir lítið — þrátt fyrir að fjölskyldu hans, einni þeirra sem allt kapp leggur á að sýna slétt og fellt yfirborð, takist að innbyrða hann svo að hann muni „innan tiðar hvorki æmta né skræmta". Og reyndar segir móðir Gunnars einu sinni við hann: Það var alltaf neisti í þér (286). Hér er á ferðinni ágætt þræmefni ef einhver nennir (vel að merkja ekki und- irritaður), einmitt vegna þess að saga Gunnars Hanssonar er þannig samin að hún gefur sýn í ýmsar áttir. Atburðir sögunnar gerast að öllum likindum í eins nálægum tíma og frek- ast má vera, sé miðað við útgáfutíma bókarinnar, t. d. má vera að heimkoma Gunnars Hanssonar af Freeport geti allt eins gerst nokkru eftir að bókin kom út. Sagan hefst á fösmdegi í byrj- un febrúar og ekkert er semsagt líklegra en það sé árið 1978. Ólafur Haukur gengur að því leyti slóð Þórbergs að upphaf sögunnar er tímasett umrædd- an dag. Það er nokkurn veginn óhætt að slá því fösm að sagan hefjist 3ja febrúar 1978, daginn sem vetrarvertíð hefst, klukkan u.þ.b. hálffimm. Og 358
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.