Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 112
Tímarit Máls og menningar
einungis fáum útvöldum. Um þetta
hygg ég að flestir geti verið sammála þó
að þá sé reyndar eftir að koma því á
hreint hvað sé ótvírætt góð saga og er
það þyngri þrautin. En svona bollalegg-
ingar eins og hér að ofan eru e.t.v. ó-
þarfar því tíminn sker á endanum úr
um þetta allt.
I bók sinni Vatn á myllu kölska1)
fremur Olafur Haukur Símonarson
margvíslegan galdur og einn sá stærsti
er líklega sá að hafa komist óséður að
því er virðist inn á gafl hjá Hans Gunn-
arssyni og fólki hans, því mér er næst
að halda að Hans þessi hefði vísað
manni eins og Olafi Hauki kurteislega
á dyr úr sínum húsum hefði Olafs orð-
ið þar vart, til að mynda í afmælisveislu
móður Hans.
Aðalpersóna þessarar laglega gerðu
sögu er Gunnar Hansson, sonur fyrr-
nefnds Hans, maður á góðum aldri,
líklega rétt um þrítugt, og hefur lifað
við þær fágæm aðstæður að hafa átt
möguleika á að „verða“ hvað sem var
— eða hvað? Þessar fyrrgreindu aðstæð-
ur hafa haft það í för með sér að Gunn-
ar hefur ekki þurft eða kannski ekki
átt möguleika á að berjast fyrir neinu
og af því að mannskepnan er oftast
söm við sig, þá hefur ágæmr drengur
að því er virðist tapað átmnum í líf-
inu. Hann leggst í drykkju og einmitt
á einu gráu föstudagssíðdegi í byrj-
un febrúar dettur hann í það og við
fylgjumst með honum á firnamiklum
helgartúr — og raunar eilítið lengur.
I ágætum ritdómi var talað um Gunn-
ar Hansson sem andhetju og um leið
fullyrt að tækist að „þurrka hann upp
J) Olafur Haukur Símonarson: Vatn á
myllu kölska. Skáldsaga. Mál og
menning, Reykjavík 1978.
á Freeport þá mun hann innan tíðar
hvorki æmta né skræmta". Arni
Bergmann: Ritdómur í Þjóðviljanum,
3ja des. 1978). Það er nú það. Kannski
er hetja í sögu („söguhetja") aðeins sú
persóna sem smtt og laggott breytir
„hetjulega" og samkvæmt því er Bjartur
í Sumarhúsum þá á sinn hátt hetja en Ol-
afur Kárason andhetja. En má ekki líka
og kannski ekki síður líta svo á að
spurningin um hetju eða andhetju sé
alveg eins sú, hvort lesandi hafi samúð
með sögupersónu eða ekki. Og þá er
það spurningin stóra um Gunnar Hans-
son hvort að í fylliríi sínu opni hann
sig ekki á þann hátt að við sjáum að
þar hafi góður maður farið fyrir lítið
— þrátt fyrir að fjölskyldu hans, einni
þeirra sem allt kapp leggur á að sýna
slétt og fellt yfirborð, takist að innbyrða
hann svo að hann muni „innan tiðar
hvorki æmta né skræmta". Og reyndar
segir móðir Gunnars einu sinni við
hann: Það var alltaf neisti í þér (286).
Hér er á ferðinni ágætt þræmefni ef
einhver nennir (vel að merkja ekki und-
irritaður), einmitt vegna þess að saga
Gunnars Hanssonar er þannig samin að
hún gefur sýn í ýmsar áttir.
Atburðir sögunnar gerast að öllum
likindum í eins nálægum tíma og frek-
ast má vera, sé miðað við útgáfutíma
bókarinnar, t. d. má vera að heimkoma
Gunnars Hanssonar af Freeport geti
allt eins gerst nokkru eftir að bókin
kom út. Sagan hefst á fösmdegi í byrj-
un febrúar og ekkert er semsagt líklegra
en það sé árið 1978. Ólafur Haukur
gengur að því leyti slóð Þórbergs að
upphaf sögunnar er tímasett umrædd-
an dag. Það er nokkurn veginn óhætt
að slá því fösm að sagan hefjist 3ja
febrúar 1978, daginn sem vetrarvertíð
hefst, klukkan u.þ.b. hálffimm. Og
358