Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 4
Tímarit Máls og menningar hafin yfir hikandi efasemdir og innhverfa naflaskoðun. Vinkona mín ein gleymir aldrei þeirri miklu stund er hún sá í fyrsta sinn á heimili Þóru málverk eftir unga íslenska listamenn. — Skyndilega var hún leidd inn í nýjan heim, veröld kynja og draums, og hún um leið krafin þess að hugsa og sjá á nýjan hátt. Það tók sinn tíma, en þessi fyrstu kynni af framandi veröld, heimi nýrra forma og lita, var henni reynsla af þeim toga sem trúmenn kalla endurfæðing. Og fyrir þá nýju sjón er hún eilíflega þakklát. Það var einmitt þessi heimur nýrrar sjónar og upplifunar, heimur ævintýrs er leyndist mitt í hversdagsleikanum, sem mönnum opinberað- ist er þeir kynntust Þóru og Kristni. Þau hjón voru vinmörg og sá vinahópur átti rætur í öllum gróðurlendum' mannlífsins, en þeir sem settu sterkastan svip á þennan hóp voru listamenn, — skáld og rithöfundar, þeir menn sem Kristinn nefndi „augu þjóðarinnar". Segja má að um aldarfjórðungs skeið hafi þar staðið óopinber akademía þessarar þjóðar. Sagt hefur verið að „í skáldskapnum speglist hugur þjóðar og örlög: állt er liggi milli dýpstu sælu og sorgarinnar þungu“. En enginn er e. t. v. háðari þjóð sinni en skáldið — deili það ekki sýn sinni með öðrum, deyr það. Með stofnun útgáfufyrirtækis, bókmenntatímarita og bókaverslana varð heimili þeirra hjóna tengiliður skálda og rithöfunda við alþýðu þessa lands. Sjálf þýddi Þóra nokkrar bækur og fjölda greina og ritstýrði kvennablaðinu Melkorku 1 18 ár. Er fundum Þóru og Kristins bar saman í upphafi 4. áratugsins voru þau bæði gagntekin hinni sömu skáldlegu sýn: Nýr himinn og ný jörð var hún eitt sinn nefnd, sýn til þess heims er bylt hafði af sér klafa kúgunar og ranglætis, „þar einskis manns velferð er volæði hins né valdið er tak- markið hæst“. Mér er óhætt að fullyrða að þau fjölmörgu þrekvirki er unnin voru af og fyrir atbeina Kristins E. Andréssonar hefðu aldrei verið unnin hefði Þóra ekki staðið honum við hlið. í samfélagi við hana fann hann sjálfan sig og varð sér meðvitandi um mátt þeirrar hugsjónar er hann barðist fyrir, sprottinn upp af bókmenntaarfi liðinna kynslóða. Það er forn trú að sú náttúra geti fylgt sóley sem lauguð sé lambsblóði og menn bera á sér, að þá megni enginn að vinna þeim manni grand með 130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.