Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 4
Tímarit Máls og menningar
hafin yfir hikandi efasemdir og innhverfa naflaskoðun. Vinkona mín ein
gleymir aldrei þeirri miklu stund er hún sá í fyrsta sinn á heimili Þóru
málverk eftir unga íslenska listamenn. — Skyndilega var hún leidd inn í
nýjan heim, veröld kynja og draums, og hún um leið krafin þess að hugsa
og sjá á nýjan hátt. Það tók sinn tíma, en þessi fyrstu kynni af framandi
veröld, heimi nýrra forma og lita, var henni reynsla af þeim toga sem
trúmenn kalla endurfæðing. Og fyrir þá nýju sjón er hún eilíflega
þakklát.
Það var einmitt þessi heimur nýrrar sjónar og upplifunar, heimur
ævintýrs er leyndist mitt í hversdagsleikanum, sem mönnum opinberað-
ist er þeir kynntust Þóru og Kristni. Þau hjón voru vinmörg og sá
vinahópur átti rætur í öllum gróðurlendum' mannlífsins, en þeir sem
settu sterkastan svip á þennan hóp voru listamenn, — skáld og
rithöfundar, þeir menn sem Kristinn nefndi „augu þjóðarinnar". Segja
má að um aldarfjórðungs skeið hafi þar staðið óopinber akademía þessarar
þjóðar.
Sagt hefur verið að „í skáldskapnum speglist hugur þjóðar og örlög:
állt er liggi milli dýpstu sælu og sorgarinnar þungu“. En enginn er e. t. v.
háðari þjóð sinni en skáldið — deili það ekki sýn sinni með öðrum, deyr
það. Með stofnun útgáfufyrirtækis, bókmenntatímarita og bókaverslana
varð heimili þeirra hjóna tengiliður skálda og rithöfunda við alþýðu þessa
lands. Sjálf þýddi Þóra nokkrar bækur og fjölda greina og ritstýrði
kvennablaðinu Melkorku 1 18 ár.
Er fundum Þóru og Kristins bar saman í upphafi 4. áratugsins voru
þau bæði gagntekin hinni sömu skáldlegu sýn: Nýr himinn og ný jörð var
hún eitt sinn nefnd, sýn til þess heims er bylt hafði af sér klafa kúgunar og
ranglætis, „þar einskis manns velferð er volæði hins né valdið er tak-
markið hæst“. Mér er óhætt að fullyrða að þau fjölmörgu þrekvirki er
unnin voru af og fyrir atbeina Kristins E. Andréssonar hefðu aldrei verið
unnin hefði Þóra ekki staðið honum við hlið. í samfélagi við hana fann
hann sjálfan sig og varð sér meðvitandi um mátt þeirrar hugsjónar er
hann barðist fyrir, sprottinn upp af bókmenntaarfi liðinna kynslóða. Það
er forn trú að sú náttúra geti fylgt sóley sem lauguð sé lambsblóði og
menn bera á sér, að þá megni enginn að vinna þeim manni grand með
130