Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 7
Þóra Vigfúsdóttir
og maðurinn sjálfur, aðrar virðast bornar til eilífs lífs. Þær lífshugsjónir er
vinkonu okkar voru hjarta næst munu lifa hana og okkur sem hér erum
— góðvild, réttlætiskennd, fegurðarþrá eru einkenni sannrar mennsku.
Við skulum kveðja daginn hennar Þóru með því gamla bænarstefi sem
hún lærði i bernsku — þar sem þrá mannsins öll er kristölluð í hinum
eilífa manni —Maríusyninum —boðbera ljóss í myrkum heimi —þeim
Guði er helgað hefur hvern dýran draum og djúpa þrá.
Maríusonur mér er kalt,
mjöllina af skjánum taktu,
yfir mér einnig vaktu.
Lífið bæði og lánið er valt,
ljós og skuggi vega salt,
við lágan sess á ljóstýrunni haltu.
Magnús Kjartansson
„Hún Þóra er dáin“, sagði vinkona mín þegar ég ansaði í síma á dögun-
um; síðan sögðum við bæði í senn: „mikið er það gott“. Þóra hafði fyrir
alllöngu heyrt kallið sem er þess eðlis að enginn kaupir sig frí; hún gekk
á hljóðið æðrulaus og glöð eins og hún hafði lifað; „neitt skal ei kvíða
því“.
Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Þóru og Kristni þegar
við komum heim að lokinni síðustu heimsstyrjöld og á þau vináttubönd
hljóp aldrei snurða. Þau voru makalaust sannindamerki um það að karl og
kona eru eitt, en afsönnuðu einnig rækilega þá skólaspeki sem börnum er
innrætt að einn plús einn séu tveir. Saman voru þau margfalt meira en
Þóra og Kristinn, þau voru orkugjafi, og athafna þeirra sér staði hvar-
vetna á mesta umbyltingarskeiði þessarar aldar hérlendis. Vörðurnar eru
133