Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 8
Tímarit Máls og menningar
fyrst og síðast íslensk menning, Félag róttækra rithöfunda, Rauðir
pennar, Heimskringla, Mál og menning, Kommúnistaflokkur, Sósía-
listaflokkur, Þjóðvilji, Melkorka, Menningar og friðarsamtök íslenskra
kvenna, Mír; þessa þulu væri hægt að lengja mikið og finna útskot í allar
áttir; þau kunna að sameina og gera að einum eldi lífsneista þá sem
tendruðust hérlendis. Það fór vel á því að Þóra dó inn í listahátíð; þeim
hjónum tókst meira að segja að gera Mír, samtök til þess að andæfa köldu
stríði, að veislu sem stóð árum saman og stuðlaði að því að gera ísland
alþjóðlega menningarmiðstöð.
Þóra vann og Þóra spann en umfram allt var hún Þóra. Hún vissi að
ekkert er eins glatt og góðra vina fundur er gleðin skín. Hún hafði
trúfræðileg viðhorf til lífsins, stefndi að því nytsama, þvi sanna, því skíra.
Augu hennar tindruðu ef setið var saman í sólskinsbletti í heiði og rabbað
um það hverju unnt væri að koma til leiðar í íslensku samfélagi; hún fékk
tár í augu ef vikið var að grimmri kaldhæðni eða hundingjahætti. Við
sátum saman í fyrra nokkrir félagar úr eldri kynslóðum og ætluðum að
rabba kvöldstund; nóttin var liðin fyrr en við vissum. Eftirá urðum við
áhyggjufull og hringdum í Þóru, hvort þetta hefði ekki orðið henni
ofraun; hún hló og sagðist hafa yngst um mörg ár — þó kallið hljómaði
enn.
Maður er manns gaman, segir í íslenskum spekimálum. Mikið er
gaman að hafa þekkt hana Þóru.
4ða júní 1980.
134