Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 11
Adrepur lífskjör almennings, tillögu sem beindist gegn herstöðinni á Miðnesheiði, tillögu um nýja jafnlaunastefnu, þannig að lægstu launin skyldu hækka mest og vísitölubætur yrðu samar í krónutölu eftir að vissum launum væri náð. Það urðu miklar umræður og sviptingar á þinginu, og skoðanaágreiningurinn kom greinilega í ljós. Svo fór að tillögurnar voru allar samþykktar, og ekki var síst mikilvægt að fá samþykkta tillögu gegn hersetu Bandaríkjamanna í landinu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins viku úr miðstjórn Alþýðusambandsins. Al- þýðubandalagið fékk flesta fulltrúa í miðstjórn, eða 6, Alþýðuflokkurinn 4. Þar með höfðu þessir tveir flokkar algjöran meirihluta í miðstjórn Alþýðusam- bandsins. En var þetta til einhvers, mætti spyrja. Fljótlega eftir áramót hófust samn- ingaviðræður Alþýðusambandsins og atvinnurekenda, sem enduðu með sól- stöðusamningunum svonefndu. Þar var fylgt eftir jafnlaunastefnu þeirri sem samþykkt var á Alþýðusambandsþinginu haustið áður; veruleg hækkun fékkst á lægstu launin og vísitölubætur jafnar í krónutölu upp frá vissu marki, sú regla átti að gilda um nokkurn tíma. Það var mál manna að þetta væru nokkuð góðir samningar og að ekki hefði fýrr verið samið um réttlátari vísitölu. Mjög erfitt var að ná samstöðu um einmitt þetta atriði vegna andstöðu atvinnurekenda sem vildu hafa sömu prósentuhækkun upp eftir öllum launastiganum. Einnig varð vart dulinnar andstöðu sumra innan Alþýðusambandsins. Þegar ríkisstjórnin setti lög um afnám hluta vísitölubóta reis launafólk upp og greip til ýmissa aðgerða, m. a. tveggja daga verkfalls. Vafalaust áttu þessir atburðir sinn stóra þátt í falli ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar í næstu kosn- ingum. Þá unnu svonefndir verkalýðsflokkar, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag, sinn stóra sigur en höfðu ekki þingstyrk til að stjórna einir og þurftu því atfydgi Framsóknarflokksins til stjórnarmyndunar. Eftir strangt samninga- þóf var rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar mynduð. Þessi ríkisstjórn varð fyrst og fremst til fyrir kröfu verkalýðshreyfingarinnar, eða þess hluta hennar sem náði saman á Alþýðusambandsþinginu. Ríkisstjórnin fór nokkuð vel af stað. Verkalýðshreyfingin studdi hana og skipti t.d. á vísi- tölustigum og svokölluðum „félagsmálapakka“, sem var miklu meira virði en kauphækkun í krónum. En það þýddi raunar kjaraskerðingu hjá rikisstarfs- mönnum, því öll þau réttindi sem félagar ASI fengu í þessum skiptum höfðu þeir öðlast fyrir löngu. Það fór snemma að bera á því að samstaða væri ekki mikil hjá „verkalýðs- flokkunum“, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra naut þess i ríkum mæli og telfdi á báða bóga, þóttist vera sáttasemjari 137
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.