Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 19
Hreyfing meðal farandverkafólks
D. Að farandverkafólki í fiskiðnaði verði séð fyrir fríu fæði, líkt og tíðkast í
öðrum atvinnugreinum þar sem fólk vinnur fjarri heimabyggð sinni.
E. Að réttindi farandverkafólks verði tryggð til jafns við rétt fullgildra með-
lima í stéttarfélögunum, t. d. hvað varðar rétt til greiðslu úr sjúkra- og
styrktarsjóðum, verkfallsbóta, atvinnuleysistrygginga og atkvæðisrétt í
kjaradeilum. Þessu má t. d. ná með útgáfu sérstakra félagsskírteina, þar sem
skráður væri vinnutími og greiðslur ásamt öðru er tryggði viðkomandi
umrædd réttindi.
Fundurinn skorar á farandverkafólk um land allt að rísa upp og halda fundi um
þessi hagsmunamál sín. Einnig beinir fundurinn því til allra verkalýðsfélaga á
landinu að láta þessi mál til sín taka.
Neistinn var kveiktur.
Sá árangur sem náðist með þessum fundi var ekki síst því að þakka hve vel og
skipulega var að allri framkvæmd staðið. Þar munaði mikið um þá aðstoð sem
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja veitti farandverkafólkinu. Á skrifstofu þess hafði
hópurinn bækistöð sína við undirbúning fundarins. Þar voru dreifirit og kröfur
fjölritaðar, ræður vélritaðar og yfirfarnar, gengið frá ályktun og fréttatilkynn-
ingum, sem síðan voru sendar út til fjölmiðla að fundi loknum. Auk þess lofuðu
verkalýðsfélögin í Eyjum að taka málefni farandverkafólks upp á komandi þingi
V erkamannasambandsins.
Farandverkafólkið var himinlifandi yfir aðgerðunum, en ekki búið að átta sig
til fulls þegar blásið var í glóðina úr óvæntri átt og hreyfingin mögnuð upp um
allan helming.
Atvinnurekendur, sem áttu því að venjast að farandverkafólk færi, væri það
oánægt, eða styngi af ef það skuldaði fyrirtækinu, rak í rogastans þegar fjöl-
miðlar komu á vettvang, uppfullir með lýsingar á staðnum, aðbúnaði og
kjörum. Keyrði þó um þverbak er í kjölfarið fylgdu kröfur um úrbætur. í viðtali
við Þjóðviljann 10. júlí segir Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja að forstjóri Vinnslustöðvarinnar, Stefán Runóifsson, hefði hringt i
s‘g þegar farandverkafólkið hafði gefið út dreifirit með fundarboði og agnúast
ut í verkalýðsfélagiö á staðnum fyrir að aðstoða fólkið við prentun þess. Ekki
nægði þó öllum að sýna á sér agnúana. Farandverkamaður var rekinn fyrir að
ræða kröfurnar við vinnufélaga sína. Hann sagði í viðtali við Þjóðviljann að
verkstjóri í Vinnslustöðinni hefði tekið sig á eintal og sagt sér upp með þeim
orðum að hann væri orðinn hundleiður á því að hafa menn í vinnu sem
sköpuðu slæman móral með sífelldu kjaftæði um vondan aðbúnað og slæm
kjör. „Hann bætti því við að ég vissi ekkert um það sem ég væri að segja og
145
TMM io