Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 32
Tímarit Máls og menningar haldinn. En þegar það varð ljóst hafði hópurinn dreift 1500 eintökum af dreifiriti sínu vegna fundarins og átti erfitt með að færa hann neitt til svo takast mætti að fá verkalýðsforystuna á fundinn. Hópurinn hafði sent sérsamböndum og einstökum verkalýðsfélögum sérstakt boðsbréf fyrir fundinn. Þegar þessi staða var komin upp var farið fram á það af starfsmönnum Alþýðusambandsins við hópinn að fundinum yrði frestað um sólarhring, fram á sunnudag svo verkalýðsforystunni tækist að mæta. Hópurinn ákvað eftir umræður að fresta fundinum þó það hefði í för með sér að dreifiritið sem slíkt yrði við það ónýtt og öll fundarboðunin komin í mola. Það tókst þó ekki betur til en svo að Verkamannasambandið framlengdi kjaramálaráðstefnu sína fram á sunnudag og boðaði til hennar á sama tíma og fundurinn var haldinn og var henni lokið um það leyti sem fundi Baráttuhópsins var að ljúka. Því sáust ekki forystumenn hinna almennu verkalýðsfélaga á fundinum og engir frá Sjómannasambandinu heldur. Einstakir menn úr röðum verkalýðsforystunnar létu að vísu sjá sig en tóku engan þátt í umræðum. Til að kóróna þetta allt er hér til gamans getið þess að verkalýðsforystan, réttara sagt Alþýðusambandið, hafði léð máls á því að taka þátt í auknum auglýsingakostnaði i útvarpi og fjölmiðlum vegna breytts fundartíma. Því var því sendur reikningur skömmu eftir fundinn þar sem farið var fram á að Alþýðusambandið greiddi kostnað við útvarpsauglýsingu upp á 22.000 kr. Enn í dag hefur þessi reikningur ekki verið greiddur og þær skýringar gefnar að bréfið sem væri með honum væri þannig orðað að það væri ekki hægt að leggja það fyrir miðstjórn. Við látum því þetta bréf fljóta hér með til gamans. Svo sem ykkur mun kunnugt hélt Baráttuhópur farandverkafólks opinn um- ræðufund sunnudaginn 6. janúar í Félagsstofnun stúdenta og var fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, meðal annars frá ASÍ og VMSÍ, boðið að sitja fundinn. Þrátt fyrir að fundur þessi væri boðaður með góðum fyrirvara fór svo að VMSI boðaði til kjaramálaráðstefnu sama dag og á sama tíma. Mæltust fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar til þess að fundi okkar yrði frestað um einn dag svo forystumenn úr verkalýðshreyfingunni gætu sótt fundinn. Frestuðum við fund- inum og kostaði það okkur nokkur fjárútlát, meðal annars eyðileggingu dreifirits í 1500 eintökum og viðbótarauglýsingar í útvarpi og blöðum. Mælumst við til að ASI greiði meðsenda útvarpsauglýsingu um frestun fundarins að upphæð kr. 22.560. Ekki hefur enn fundist nein skynsamleg lausn á því innan hópsins hvernig umorða bæri bréfið svo að miðstjórn ASI gæti sóma síns vegna tekið það fyrir. 158
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.