Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 41
... læknishérað
Könnun á aðbúnaði og húsakosti farandverkafólks 18. 04. 1980.
Könnun þessi var framkvæmd af heilbrigðisnefnd . . . hrepps ásamt héraðslækni að
beiðni Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Skoðaðar voru tvær verbúðir á vegum Kaupfélags
• • „X“ og „Y“.
Hús eru gömul og illa einangruð. í verbúðinni „X“ eru þrjú herbergi á efri hæð ásamt
baðherbergi. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, eldhús og borðsalur. Á efri hæð eru tvö
4 manna herbergi undir súð, ca. 20 fermetrar og eitt 2 manna. Lofthæð í herbergjum
þessum er 2.16 m og eru 2/3 hlutar þessara herbergja undir súð. Rúmstæði eru vægast
sagt heilsuspillandi og fullnægja á engan hátt lágmarks kröfum. Þar eru og gluggakistur
ónýtar af fúa, klæðaskápar eru þar engir og lýsing öll léleg í lofti. Lesljós eru engin og
aðstaða til skrifta ófullnægjandi. Rafmagnsofn í ólagi í einu herbergjanna. Gólf eru léleg
á hæðinni, virðast óþétt, gangur lítill og þröngur. Brattur stigi á neðri hæð (hættuleg-
ur). Baðherbergið á efri hæð er einnig notað sem þurrkherbergi fyrir fatnað. Innrétting
þar er úr timbri, fúin og skemmd vegna bruna. Þar er fýrir eina baðker hússins og
3—4 persónur þurfa að nota sama baðvatnið vegna skorts á heitu vatni. Eins og gefur að
skilja er þar slæm lykt og mikill raki að jafnaði. Þar af leiðandi er það algjörlega óhæft að
þurrka þar fatnað. Þar er og fyrir einn vaskur og eitt salerni fyrir 8—10 manns. Lýsing
óhæf og snyrtiaðstaða engin. Loftræsting engin, lekur salerniskassi og hurð ónýt.
Dyrabúnaður í öðrum herbergjum hússins lélegur. Á gangi niðri er ófullnægjandi
aðstaða til að hengja upp föt. Þar er aðalinngangur hússins. Úr eldhúsi mötuneytisins
niðri er innangengt á salerni annars vegar og svefnherbergi hins vegar. Framanvert við
eldhúsið er ekkert býtibúr og réttir bornir fram i gegnum forstofu í borðsal. Úr eldhúsi
er eins og fyrr greinir gengt inn á salerni. í eldhúsi eru ófullnægjandi skápar, innrétting
ekki samkvæmt lágmarkskröfum og loftræsting einungis um einn lítinn glugga. Mat-
vælageymsla er lítil, engin niðurföll í gólfi. Lýsing er afleit og eldhús dökkt að lit og
erfitt í þrifum. Matarílát eru geymd í opnum hillum, suðupottar úr áli, diskar skörðóttir
og uppþvottavaskur við hlið salernisdyra. Lofthæðin í eldhúsinu er 2.26 m og gólfflötur
um 7 fermetrar. Eldhúsið hefur þjónað allt að 37 manns i borðsal. Umgengni er mjög
slæm í eldhúsinu, matur skilinn eftir í opnum ílátum yfir nótt og sorp geymt í opnum
plastpoka. Starfsfólk í eldhúsi notar ekki sérstök vinnuföt. Salerni inn af eldhúsi er
ónothæft. Veggir og loft eru úr fúnum og blautum spónaplötum. Mygluflekkir í lofti
og salerni lekt.
Svipuð eru húsakynnin í „Y“ að undanskildu því að þar er ekki starfrækt mötuneyti.
Þessi niðurstaða sendist Landlæknisembættinu, Heilbrigðiseftirliti ríkisins, sveitar-
stjórn og hlutaðeigandi atvinnurekanda.
Fyrir hönd Heilbrigðisnefndar,
Héraðslæknir.
167