Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 42
LOG
Baráttuhóps farandverkafólks
t.gr.
Hópurinn heitir Baráttuhópur farandverkafólks, og er samtök baráttusinnaðs fólks
sem vinna vill að réttindamálum farandverkafólks.
2. gr.
Tilgangur hópsins er að stuðla að bættum kjörum, aðbúnaði og réttindum farand-
verkafólks og örva samfélagslega virkni þess á sem flestum sviðum.
3. gr.
Félagar í hópnum getur allt fólk orðið sem samþykkt er tilgangi hans, er fúst til að
starfa að verkefnum hans, eða verkefnum sem samrýmast tilgangi hans. Umsókn um
inngöngu í hópinn skal vera skrifleg og verður hún að hljóta samþykki félagsfundar.
4. gr.
Félagsgjöld skulu allir félagar greiða. Upphæð þeirra skal ákveðin af félagsfundi.
Heimilt er félagsfundi að veita einstökum félögum frávik frá félagsgjöldum sjái hann til
þess ástæður.
Vanskil á félagsgjöldum skulu jafngilda úrsögn úr hópnum.
5. gr.
Allar úrsagnir úr hópnum skulu hljóta staðfestingu félagsfundar.
Visa má úr hópnum þeim félögum sem að mati félagsfundar hafa vísvitandi bakað
hópnum tjón, unnið honum ógagn eða gert honum eitthvað til vansa sem ekki er álitið
að bætt verði með fé. Skjóta má úrskurði um brottvísun til næsta félagsfundar, en
tiltekinn úrskurður skal tekinn gildur hafi hann verið staðfestur af tveim félagsfundum.
Heimilt er hópnum að taka þá sem úrskurðaðir hafa verið úr hópnum aftur inn sem
fullgilda félaga, telji félagsfundur það hópnum eða viðkomandi einstakling til bóta.
6. gr.
Heimilt skal hópnum að skipuleggja stuðningsfólk sitt. Stuðningsfólk getur allt fólk
orðið sem styðja vill hópinn með fjárframlögum, aðstoða við einstök verkefni, eða á
hvern þann hátt sem að gagni kemur að mati hópsins. Stuðningsfólk getur hvenær sem
er hætt stuðningi við hópinn að eigin ósk.
7. gr.
Félagsfundir eru æðsta úrskurðarvald i málefnum hópsins. Þeir skulu opnir félögum,
stuðningsfólki og gestum sem fundurinn samþykkir og skal allt fundarfólk hafa mál-
frelsi og tillögurétt.
168