Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 61
Eins og dýr í búri um. Aður en við er litið stöndum við frammi fyrir nýrri lífsreynslu, dagar okkar taka á sig nýja og mjög einhæfa mynd, allt í einu gerum við ekki annað en vinna og sofa til skiptis, vinna og sofa í endalausri síbylju. Við komumst að raun um, að þetta ergjaldið sem við verðum að greiða fyrir forvitnina, en það verður ekki aftur snúið þótt einhver vilji fara aftur heim. Samningurinn er gerður til átta mánaða og það hefur enginn efni á að borga farið sitt heim aftur, eins og við verðum að gera ef við förum áður en tíminn er útrunninn. Vinnudagurinn er svo langur að við höfum engan tíma til að velta því fýrir okkur hvernig er búið að okkur. Okkur er troðið inn í agnarlítil herbergi eins og sardínum í dós, en við kærum okkur kollótt — fýrstu vikurnar. Það eru engin húsgögn í herbergjun- um, engir skápar, engin borð eða stólar — alls ekki neitt nema rúm, og þau taka helst til mikið pláss. Við vitum ekki þegar við flytjum þangað inn að það verður annað en gaman þegar fram í sækir að ganga á fötum og eigum hver annarrar. Það finnst kannski einhverjum skritið, að maður geti verið einmana í mannfjölda en flestir geta eflaust skilið hvað er erfitt að fá að vera i næði með sjálfum sér í yfirfullu húsi. Mér dettur í hug samlíking — dýragarður — dýr í litlum búrum. Þau eiga ekkert val, engan kost á að sleppa frá rannsakandi augnaráði manns, hvenær sem manni dettur í hug að glápa á þau, en þau geta hvorki falið sig né flúið burtu. Við getum það ekki heldur. Þetta er ókeypis húsnceðið sem okkur var lofað á ráðningarskrifstofunni i London, við fengum það. Og við ættum ekkert að vera að kvarta, það er ókeypis — þess vegna er þetta allt í lagi! Og enginn kvartar. „Hús-búr“ fullt af ,,mann-dýrum“ (við erum dýr, er það ekki?) herbergi með engum húsgögnum. Ein sturta, eitt klósett og einn vaskur, allt í sama her- berginu fyrir allt húsið. Engin undankomuleið. Því hvert ætti hún að liggja og hvernig ættum við að komast eftir henni? Við erum helvítis útlendingar i þessu litla plássi! Er einhver til sem vill tala við okkur? Og ef hann er til, því ætti hann að vera að ómaka sig með því, þar sem við tölum ekki sama tungumál? Hvað eigum við að geraP Það er ein hlið á því hvað það er gaman að búa í svona ,,hús-búri“. Þegar timar liðu fram, komumst við að raun um hvað það var erfitt að vera lokaður frá lífinu fyrir utan. Það reyndist raunar nærri því banvænt að vera svona læstur inni með litlum hóp. Hvað verður um dýrin ef maður tekur nokkur dýr af ólíkum tegundum —eins og við vorum ólík að uppruna, þjóðerni og eðliseinkennum (því við erum ekki öll eins, er það?) — og læsir þau inni i sama búrinu? Dýrin 183
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.