Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 68
Tímarit Máls og menningar haldið er á lofti. Stritið á sjónum verður léttvægt miðað við sæluna í landi. Ástamál sjómannanna er langfyrirferðarmesta yrkisefni þessara dægurlaga. Yfirgnæfandi meirihlud sjómannalaganna fjallar um þau að meira eða minna leyti. Það má skipta þeim í tvennt eftir því hvernig fjallað er um þá hluti. I fyrri flokknum eru textar sem fjalla um samband sjómannsins við einhverja eina konu, gjarnan eiginkonu. Oft lýsa þeir þrá sjómannsins eftir samfundum við konuna í landi eða textinn er lagður í munn konunnar sem bíður eftir að taka á móti manninum úr greipum hafsins. Þessir textar eru oft æði angurværir og þar er gjarnan lögð mikil áhersla á tryggðina. Sjómannavals Svavars Benediktssonar og Kristjáns frá Djúpalæk, sem áður var vitnað í, er í þessum flokki og mörg fleiri vinsæl lög, svo sem Hvítir mávar. I lögunum i seinni flokknum ræður gáskinn og lífsgleðin oftastnær ríkjum. Textarnir fjalla um hressilega sjóara, frjálsa og óbundna. Oftastnær er lögð áhersla á karlmennsku þeirra og kvenhylli. Þetta eru ástríðufullir elskhugar, sem oft eiga sér konu í hverri höfn. Af þessari tegund er t. d. texti Ómars Ragnarssonar, Ég er sjóari. Þar segir m. a.: Eg er sjóari og sigli um haf sem sorg og gleði mér gaf. Og ég kyssi konurnar meðan að flýtur mitt fley. Út um allan heim á ég helling af þeim og ég er og verða mun sjóari þar til ég dey. Það eru fáir textar sem brjóta í bága við þessi megineinkenni, sem undirstrika kyrrstæða og eilífa mynd sjómannsgoðsagnarinnar. Samkvæmt henni er sjó- mannslífið ævintýralegt og veitir þá lífsfyllingu sem skapast í mótvægi jákvæðra og neikvæðra þátta, en þar sem bjartar hliðar mannlífsins bera þó jafnan sigur úr býtum. Það er „draumur hins djarfa manns“, svo vitnað sé í margfrægt lag, Ship-o-hoj (Texti Lofts Guðmundssonar við lag Oddgeirs Kristjánsson- ar): Sjómannslíf, sjómannslíf draumur hins djarfa manns, blikandi bárufans býður í trylltan dans. Sjómannslíf, sjómannslíf ástir og ævintýr fögnuð í faðmi býr brimhljóð og veðragnýr. 190 i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.