Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 68
Tímarit Máls og menningar
haldið er á lofti. Stritið á sjónum verður léttvægt miðað við sæluna í landi.
Ástamál sjómannanna er langfyrirferðarmesta yrkisefni þessara dægurlaga.
Yfirgnæfandi meirihlud sjómannalaganna fjallar um þau að meira eða minna
leyti. Það má skipta þeim í tvennt eftir því hvernig fjallað er um þá hluti. I fyrri
flokknum eru textar sem fjalla um samband sjómannsins við einhverja eina
konu, gjarnan eiginkonu. Oft lýsa þeir þrá sjómannsins eftir samfundum við
konuna í landi eða textinn er lagður í munn konunnar sem bíður eftir að taka á
móti manninum úr greipum hafsins. Þessir textar eru oft æði angurværir og þar
er gjarnan lögð mikil áhersla á tryggðina. Sjómannavals Svavars Benediktssonar
og Kristjáns frá Djúpalæk, sem áður var vitnað í, er í þessum flokki og mörg
fleiri vinsæl lög, svo sem Hvítir mávar. I lögunum i seinni flokknum ræður
gáskinn og lífsgleðin oftastnær ríkjum. Textarnir fjalla um hressilega sjóara,
frjálsa og óbundna. Oftastnær er lögð áhersla á karlmennsku þeirra og kvenhylli.
Þetta eru ástríðufullir elskhugar, sem oft eiga sér konu í hverri höfn. Af þessari
tegund er t. d. texti Ómars Ragnarssonar, Ég er sjóari. Þar segir m. a.:
Eg er sjóari og sigli um haf
sem sorg og gleði mér gaf.
Og ég kyssi konurnar meðan að flýtur mitt fley.
Út um allan heim á ég helling af þeim
og ég er og verða mun sjóari þar til ég dey.
Það eru fáir textar sem brjóta í bága við þessi megineinkenni, sem undirstrika
kyrrstæða og eilífa mynd sjómannsgoðsagnarinnar. Samkvæmt henni er sjó-
mannslífið ævintýralegt og veitir þá lífsfyllingu sem skapast í mótvægi jákvæðra
og neikvæðra þátta, en þar sem bjartar hliðar mannlífsins bera þó jafnan sigur úr
býtum. Það er „draumur hins djarfa manns“, svo vitnað sé í margfrægt
lag, Ship-o-hoj (Texti Lofts Guðmundssonar við lag Oddgeirs Kristjánsson-
ar):
Sjómannslíf, sjómannslíf
draumur hins djarfa manns,
blikandi bárufans
býður í trylltan dans.
Sjómannslíf, sjómannslíf
ástir og ævintýr
fögnuð í faðmi býr
brimhljóð og veðragnýr.
190
i