Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 78
Tímarit Máls og menningar
blckking. Lífiö á sjónum erekki hvítir mávar, jóðlandi góðglaöir hásetar i tandurhreinum
stakk að steppa við þorskinn, á meðan eiginkonan, umkringd bústnum sjómannsefnum,
lítur upp frá uppvaskinu, og horfir dreymandi augum útum cldhúsgluggann á hafsins
hetjur skriða á drekkhlöðnum öldufákum inn lygnan fjörðinn. Raunveruleikinn er miklu
beiskari en þessar lýsingar gefa til kynna, þar sem menn standa hálfgeldir af þreytu og
kulda í vondum veðrum á galeiðum Ballarhafsins. Að ekki sé minnst á geðveikina i
frystihúsunum, þar sem stritið er að drepa alla.
(Helgarpósturinn, 22. feb. 1980).
Farandverkafólk hefur nú í fyrsta sinn hafið sjálfstæða baráttu fyrir réttinda-
málum sínum, en verkalýðsforystan hefur fram að þessu algerlega vanrækt
þennan hóp verkafólks í kröfugerð sinni. Þess vegna hefur baráttuhópur far-
andverkafólks lagt á það áherslu að árangur næst ekki með því að lúta forsjá
þeirra pólitísku flokka sem nú starfa í landinu, jafnvel þó þeir kalli sig verka-
lýðsflokka. Þar verður að koma til sameiginleg barátta og aukin þátttaka
verkafólksins sjálfs. í sumum textanna er að finna beinskeytta gagnrýni á
verkalýðsforystuna og stéttasamvinnuna. Bubbi Morthens hefur bæði samið
niðursallandi blús um Alþýðubandalagið og söng sem sérstaklega er tileinkaður
Karli Steinari, Alþýðuflokksmanni og verkalýðsleiðtoga á Suðurnesjum. Og í
hvatningarsöng Stellu Fíauksdóttur, Flokkapólitík, eru þessi erindi:
Hvernig væri að vakna af okkar dvala,
á verkalýðsfundi mæta og tala,
ef það við gerðum væri hægt að vona
og ASI væri ekki svona.
Sýnið núna íslands verkalýður
að enginn flokkur í okkur lengur lýgur
því ekki bætast lífskjörin okkar
þótt kosnir séu verkalýðsflokkar.
Sem fyrr segir hafa flestir af þeim söngvum sem hér hafa verið til umræðu
verið beint innlegg í baráttu farandverkafólks. Það var því baráttuhópnum mikil
lyftistöng þegar ákveðið var að notfæra sér aukinn útbreiðslumátt rokktónlist-
arinnar til þess að koma boðskapnum á framfæri. Bubbi Morthens og Utan-
garðsmenn er nú hljómsveit i fullu starfi og þegar þetta er ritað er von á
hljómplötu Bubba. Og fýrirbærið fékk heitið „gúanórokk" —eðlilega, gúanóið
gegnsýrir jú allt okkar þjóðlíf. Tónlistin er skyld breska og bandaríska ný-
200