Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 79
,,Vinna sofa éta þegja . .
bylgjurokkinu, en hún á sér líka rætur i tónlist gamla blúsistans Leadbelly,
Kinks, Dylan og Megasi, svo eitthvað sé nefnt. En það sem gerir gúanórokkið
að séríslensku fyrirbæri oggreinir það jafnframt frá annarri íslenskri rokktónlist
er textagerðin, sem sprottin er beint upp úr daglegum veruleika verkafólks í
sjávarútvegi.
Það er augljóslega rangt að setja samasemmerki milli heimsmyndar klassískra
sjómannalaga og hugmyndafræði verkalýðsins. Sú heimsmynd getur aldrei verið
„lifaðar afstæður" vinnandi stétta, nema að litlu leyti. En hún á vissulega aðild
að þeirri hugmyndafræði, hún er hluti af þeim heimsskilningi sem umhverfið
ne)'ðir upp á menn. Hún stuðlar að því að viðhalda þeim þversögnum, sem oft
einkenna heimsmynd vinnandi stétta, og felast annars vegar í yfirborðslegri
lýsingu á veruleikanum og hins vegar hugmyndum, sem sprottnar eru úr
reynslu af stéttabaráttunni. I baráttusöngvum farandverkafólks er lagt til atlögu
við þessa goðsögn og veruleiki fiskvinnslu og sjómennsku skilgreindur upp á
nýtt. Með því að sameina afþreyingu og róttækan boðskap felur söngvagerð
þessi líka í sér gagnrýni á þær hugmyndir sem liggja sjómannalögunum til
grundvaUar. Menningarbarátta af þessu tagi er afar mikilvæg sem liður í al-
mennri baráttu verkalýðsins gegn efnahagslegri, pólitískri og hugmyndafræði-
legri drottnun borgarastéttarinnar. Við getum þess vegna skoðað textagerð
farandverkafólks sem innlegg í þá baráttu forræðisafla af andstæðum áttum, sem
ein getur stuðlað að gagnrýnum sjálfsskilningi og stígandi sjálfsvitund „þar sem
athöfn og kenning sameinast að lokum“, eins og ítalski marxistinn Antonio
Gramsci orðaði það.
201