Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 82
A mi Bergmann
„Von um virðingu
fyrir sjálfum mér“
Um skáldsögur Theödórs Friðrikssonar
og sjálfscevisögu hans, I verum
I
Það er ósköp eðlilegt að skrifað sé um þær samgönguleiðir sem liggja á milli
skáldsögu og endurminninga. Þegar skáldsögur í ætt við okkar tima eru að
verða til, beita höfundar brögðum til að sigrast á tortryggni lesenda og þykjast
hafa fundið endurminningar einhvers manns sem eiga að afvopna okkur með
trúnaði fyrstupersónufrásögunnar; þannig er að farið í Róbinson Krúsó. En það
er frekar hin hlið þessa máls sem hér verður um spjallað: um endurminningar
sem þykjast vera skáldsögur.
Fyrir tæpum tveim áratugum voru ofarlega á dagskrá nokkrar nýlegar skáld-
sögur, sem áttu það sammerkt að vera í meira lagi sjálfhverfar. Menn þóttust sjá
að persónuleg reynsla höfundanna væri mjög gildur þáttur i þessum verkum.
Vitanlega mátti þá sem í annan tíma segja sem svo, að þegar allt kæmi til alls
væri það einmitt höfundurinn sjálfur sem mestu máli skipti. En athugasemd af
því tagi gat samt ekki þokað burt grunsemdum um að nærvera höfundarins væri
mjög oft alveg sérstaklega frek í íslenskri skáldsögu, hann var undir og yfir og
allt um kring og gerði lítið til að leyna þvi. Gjarna hafði hann sett niður í miðja
söguna staðgengil sinn sem lét móðan mása um alla skapaða hluti — um leið og
aðrar persónur voru vanræktar. Þær voru fyrst og fremst þolinmóðir og aðdá-
unarfullir eða þá reiðir áheyrendur hr. staðgengilsins og var réttur þeirra til
athygli lesarans einatt næsta rýr. Þessu fylgdi, að það var sem höfundarnir ættu
erfitt með að rannsaka ákveðin svið þjóðlífsins, sem voru utan við sjálfhverfa
reynslu þeirra (eða þá staðgenglanna). Til dæmis að taka gat spilling í fjármál-
um eða pólitík komið til umræðu, en það var öldungis óvíst hvort höfundurinn
kynni hið minnsta á þær útréttingar sem sú spilling birtist í.
Það yrði of langt mál að reyna í þessari ritsmíð að renna stoðum undir þessar
204