Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 90
Tímarit Máls og menningar
menntalegu reynslu og stílræna varúð sem hann þarf ef takast á að sneiða hjá
hæpnum formúlum. Grímsi (í Grímu) er „umvafinn unaðslegri sælu“ þegar
hann horfir á stúlkuna sína sofandi og „þetta var heilög stund, sem markaði svo
djúpt spor í vitund hans, að hann gleymdi því aldrei meðan hann lifði“ (75).
Þegar Dagbjartur (Mistur) hittir æskuunnustu sína aftur gerast þær náttúru-
hamfarir að „innibyrgð þrá leitaði nú útrásar eins og beljandi foss, sem sprengir
af sér allar stíflur" (133). Hinn rómantíski hátíðleiki verður ekki síst yfirþyrm-
andi þegar á góma ber eitt eftirlætisþema Theódórs: ástin sem brást, elskendur
sem fórust á mis (tilbrigði við Karitasarstefið úr íverum). í Útlögum rekst Rafn
skipstjóri á æskuvinkonu sína, Ragnheiði, sem hafði á sínum tíma vísað honum
á bug, af því hún taldi þau tvö ekki nógu þroskuð til ásta. Hann vill liðsinna
henni af örlæti sínu (hefnd göfugmennskunna;) og gefur henni, fátækri og
óléttri að f)órða barni, fimmtíu krónur:
„Mér finnst nú — eins og hjarta mínu sé að blæða út, svaraði Ragnheiður.
Hún hallaði sér upp að brjósti hans og grét eins og barn.
Eg finn það nú —við ylinn, sem leggur frá brjósti þínu, Ragnheiður, að ég
fer mikils á mis í lífinu —skógarmaður og útlagi eins og Grettir og Gísli“ (106)
svarar Rafn þá. Fornkapparnir eru ekki lengur fyrirmynd um hegðun heldur
tákn einsemdar og ástleysis.
Þegar svo skclfmgar, örvæntingu eða heift ber á góma, er enn frekar en i
kærleikamálum gripið til þess að segja fleira en færra. Þá verða höfundurinn og
málpípur hans beinlínis mælsk. Fyrirmyndin er þá meðal annars Biblían og allir
þeir prédikarar sem hafa reynt að fara í föt spámannanna: „Jarðvegurinn er
holgrafinn undir fótum yðar. Undir iljum yðar brennur logandi glóð“ (Líf og
blóð, 61) segir fátæklingurinn sem er að segja kaupmanni sínum til syndanna.
Þegar söguhetjan í Lokadegi og Mistri, Dagbjartur, hefur kynnt sér lífið í
höfuðstaðnum í mánaðartíma setur hann svofelldan dóm yfir borginni í vasabók
sína:
„Reykjavík! Reykjavik! I þér lifa og hrærast ríkir menn og frúr, sem eyða æfl
sinni í vellystingum praktuglega —andlaus kjötstykki! Þú, sem skapar hyldýpi
eymdar, spillingar og volæðis!
Þú spillingarinnar stóri staður, sem eitrar út frá þér á alla vegu og berð
syndarinnar djúplæga fræ út í þjóðarlíkamann eins og bakteríur!
Þú grætir fleiri en þú græðir.
Og sjá! nú er stundin komin, að augu þín taki að opnast og að þú bætir fyrir
brot þín ...
212