Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 93
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mér‘‘ Theódór stritaði og eins þótt hann þeyttist á milli verstöðva á vegum þessa kaupmanns — alltaf er hann í skuld við hann, og fjölskylda hans jafnvel neydd til að taka út hjá kaupsa vöru sem enginn annar vill nýta. Theódór langar að gera uppreisn gegn þessu ofríki, en það getur hann ekki: „En hér réð auðvitað sá, er ríkari var. Það var ekki fyrir bláfátækan barnamann að deila við kaupmann á Sauðárkróki. Sá ég, að mér dugði ekki að reisa mig hátt“ (336). En þar með er ekki öll saga sögð af viðskiptum þeirra Kristjáns Gíslasonar og Theódórs Friðrikssonar. Tvívegis kemur Theódór að þessum málum í sögum sínum. I sögunni Örðugleikar, sem birtist í safninu Brot árið 1916, segir frá bláfá- tækum barnamanni, sem Þórður heitir. Hann býr í vondu hreysi með skap- styggri, afbrýðisamri og horaðri konu (sem áður hafði verið „feitlagin og þrifleg“). Hún fyrirlítur mann sinn eins og aðrir, því hann kann ekki að draga björg í bú og situr við skriftir meðan börn hans naga fiskbein, illa klædd og mögur. Bjargarleysi Þórðar er þó ekki dáðleysi hans að kenna. Hann hefur farið út í óvinsælt trúmálagrufl og flutt erindi opinbert þar sem settar voru fram efasemdir um upprisu Krists (Theódór flutti sjálfur á Króknum erindi gegn meyjarfæðingunni). Þórður hefur staðið upp i hárinu á kaupmanni og heimtað laun sín í peningum. Og hann er að reyna að hvetja verkamenn til að stofna stéttarfélag. Þá hefur því verið hvíslað að kaupmanni að Þórður „væri búinn að taka saman skrambans mikla syrpu um þá kaupmennina, og drægi þá alla að heita mætti sundur og saman í því logandi-steikjandi-sjóðbullandi háði“ (Brot, 38). Af þessum sökum öllum hefur kaupmaður (sem hér heitir Páll) gengið til allra stéttarbræðra sinna í kauptúninu og látið þá bindast samtökum um að neita Þórði um alla hjálp og vinnu. Þórður er gripinn mikilli örvæntingu og sér um tíma ekki aðra leið en fýrirfara sér til að börnin geti fengið líftrygginguna hans —og er þarna, eins og í sögunni Dagsbrún enn komið að því, að Theódór rifji upp eigin sjálfsmorðs- hugleiðingar frá því hann var settur niður á það viðbjóðslega kot Mosfell í Gönguskörðum nálægt aldamótum. Hann hættir samt við þetta, en hefur ofkælt sig í drekkingarhugleiðingum niðri í fjöru, leggst í rúmið og deyr. Þessi bókhneigði og ofsótti öreigi deyr samt ekki í uppreisnarhug, nei, hann mjúk- lætist á banasænginni og skrifar prestinum, sem hafði sýnt honum fjandskap, sáttabréf og lætur orð Krists á krossinum verða sín síðustu. Um leið hefur góðhjörtuð kaupmannsfrú sent fulla körfu af páskamat til barna Þórðar, sem áður sátu svöng á þorskbeinahrúgu. 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.