Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 93
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mér‘‘
Theódór stritaði og eins þótt hann þeyttist á milli verstöðva á vegum þessa
kaupmanns — alltaf er hann í skuld við hann, og fjölskylda hans jafnvel neydd
til að taka út hjá kaupsa vöru sem enginn annar vill nýta. Theódór langar að gera
uppreisn gegn þessu ofríki, en það getur hann ekki:
„En hér réð auðvitað sá, er ríkari var. Það var ekki fyrir bláfátækan barnamann
að deila við kaupmann á Sauðárkróki. Sá ég, að mér dugði ekki að reisa mig
hátt“ (336).
En þar með er ekki öll saga sögð af viðskiptum þeirra Kristjáns Gíslasonar og
Theódórs Friðrikssonar. Tvívegis kemur Theódór að þessum málum í sögum
sínum.
I sögunni Örðugleikar, sem birtist í safninu Brot árið 1916, segir frá bláfá-
tækum barnamanni, sem Þórður heitir. Hann býr í vondu hreysi með skap-
styggri, afbrýðisamri og horaðri konu (sem áður hafði verið „feitlagin og
þrifleg“). Hún fyrirlítur mann sinn eins og aðrir, því hann kann ekki að draga
björg í bú og situr við skriftir meðan börn hans naga fiskbein, illa klædd og
mögur. Bjargarleysi Þórðar er þó ekki dáðleysi hans að kenna. Hann hefur farið
út í óvinsælt trúmálagrufl og flutt erindi opinbert þar sem settar voru fram
efasemdir um upprisu Krists (Theódór flutti sjálfur á Króknum erindi gegn
meyjarfæðingunni). Þórður hefur staðið upp i hárinu á kaupmanni og heimtað
laun sín í peningum. Og hann er að reyna að hvetja verkamenn til að stofna
stéttarfélag. Þá hefur því verið hvíslað að kaupmanni að Þórður „væri búinn að
taka saman skrambans mikla syrpu um þá kaupmennina, og drægi þá alla að
heita mætti sundur og saman í því logandi-steikjandi-sjóðbullandi háði“ (Brot,
38). Af þessum sökum öllum hefur kaupmaður (sem hér heitir Páll) gengið til
allra stéttarbræðra sinna í kauptúninu og látið þá bindast samtökum um að
neita Þórði um alla hjálp og vinnu.
Þórður er gripinn mikilli örvæntingu og sér um tíma ekki aðra leið en
fýrirfara sér til að börnin geti fengið líftrygginguna hans —og er þarna, eins og
í sögunni Dagsbrún enn komið að því, að Theódór rifji upp eigin sjálfsmorðs-
hugleiðingar frá því hann var settur niður á það viðbjóðslega kot Mosfell í
Gönguskörðum nálægt aldamótum. Hann hættir samt við þetta, en hefur
ofkælt sig í drekkingarhugleiðingum niðri í fjöru, leggst í rúmið og deyr. Þessi
bókhneigði og ofsótti öreigi deyr samt ekki í uppreisnarhug, nei, hann mjúk-
lætist á banasænginni og skrifar prestinum, sem hafði sýnt honum fjandskap,
sáttabréf og lætur orð Krists á krossinum verða sín síðustu. Um leið hefur
góðhjörtuð kaupmannsfrú sent fulla körfu af páskamat til barna Þórðar, sem
áður sátu svöng á þorskbeinahrúgu.
215