Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 100
Tímarit Máls og menningar
siðmenningaráttina“ (77). Þessi verkamaður hlýtur að vera nokkuð sérstæður á
þessum kreppuárum. Okkur skilst að þá hafi menn fyrst og síðast hugsað um
kröpp kjör og atvinnuleysi — en Dagbjartur hefur mestar áhyggjur af geðbiluðu
striti og menningarleysi: það er engu likara en hann sé kominn inn í bók-
menntimar á allt öðrum tíma en raun ber vitni. Það er í samræmi við þessa
sérstöðu að hann „vildi ekki að öllu leyti byggja málið upp á grundvelli
stjórnmálanna. Hann var að vísu eindreginn alþýðusinni, en þó fannst honum
eitthvað tómahljóð vera í því öllu saman svona innan um og saman við“
(Lokadagur, 92).
Ástin er með í sögunni. Dagbjartur tapar Margréti, sem elskar hann, til
Borgþórs fyrir feimni og klaufaskap. Borgþór verður svo ríkur af braski og
Margrét fín frú — en óhamingjusöm, samkvæmt því siðgæðislögmáli alþýð-
legrar skáldsögu að sjálfan sig selur enginn nema með tapi og gæfan ber aðeins
þar að dyrum sem sönn ást er fyrir. „Húsmunirnir veita ekki sálinni þann frið
sem hjartað þráir,“ segir sameiginlegur kunningi þeirra Dagbjarts (Mistur, 87).
Meðan þau Borgþór og Margrét gerast rík að veraldarauði en snauð að hamingju
(Borgþór hefur framhjá, Margrét eignast ófullburða barn sem deyr) — heldur
Dagbjartur sinu striki og auðgar anda sinn með nýjum viðfangsefnum. Nú
rætist í honum einn sá draumur Theódórs Friðrikssonar sem hann bersýnilega
heldur í skefjum í I verum: að klæðast spámannskufli, láta þrumuraust sína
berast út yfir lýðinn, boða sinnaskipti:
„... fékk hann sterka ástríðu til þess að svala sér og semja einhvern reiðilestur
yfir fólkið, brúka pennann og hella sér yfir menn og málefni, vekja hneykslun og
gerast vargur í véum“ (Mis/ur, 58).
I þessum tón þrumar hann yfir syndum Vestmannaeyja, Siglufjarðar og
Reykjavíkur, og var áður tekið dæmi af þeirri útreið sem höfuðstaðurinn fær.
Og eins og þar kom fram, er hann ekki einungis að syngja reiðimessu yfir
ömurlegum kjörum, óþrifum og striti. Dagbjartur skrifar „Opið bréf“ til eins
vinar síns og birtir í blaði. Þar er engum hlíft. Allir fá sinn skammt. Hrokafullir
og ógeðslegir burgeisar og síldarkóngar. Frúr þeirra, sálarlaus kjötflykki kallað-
ar, að líkindum fýrrverandi hórur upp til hópa. Dramblátir og ágjarnir klerkar
sem trúa sjálfir ekki orði af því sem þeir fara með. Hræsni, tepruskapur og
andleysi smábæjarfrúnna. En þar með er listinn ekki nærri tæmdur. Ungar
stúlkur sem skríða upp í kojur til Norsara fá það óþvegið fyrir lauslætið
(nokkurs konar forsmekkur af þeirri firnagremju sem greip skrifandi íslenska
karla á ástandsárunum svonefndu). Og hér er komið að fróðlegum hlut:
Theódór er því mjög frábitinn að fegra fyrir sér alþýðuna eins og sumir þeir
222