Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 100
Tímarit Máls og menningar siðmenningaráttina“ (77). Þessi verkamaður hlýtur að vera nokkuð sérstæður á þessum kreppuárum. Okkur skilst að þá hafi menn fyrst og síðast hugsað um kröpp kjör og atvinnuleysi — en Dagbjartur hefur mestar áhyggjur af geðbiluðu striti og menningarleysi: það er engu likara en hann sé kominn inn í bók- menntimar á allt öðrum tíma en raun ber vitni. Það er í samræmi við þessa sérstöðu að hann „vildi ekki að öllu leyti byggja málið upp á grundvelli stjórnmálanna. Hann var að vísu eindreginn alþýðusinni, en þó fannst honum eitthvað tómahljóð vera í því öllu saman svona innan um og saman við“ (Lokadagur, 92). Ástin er með í sögunni. Dagbjartur tapar Margréti, sem elskar hann, til Borgþórs fyrir feimni og klaufaskap. Borgþór verður svo ríkur af braski og Margrét fín frú — en óhamingjusöm, samkvæmt því siðgæðislögmáli alþýð- legrar skáldsögu að sjálfan sig selur enginn nema með tapi og gæfan ber aðeins þar að dyrum sem sönn ást er fyrir. „Húsmunirnir veita ekki sálinni þann frið sem hjartað þráir,“ segir sameiginlegur kunningi þeirra Dagbjarts (Mistur, 87). Meðan þau Borgþór og Margrét gerast rík að veraldarauði en snauð að hamingju (Borgþór hefur framhjá, Margrét eignast ófullburða barn sem deyr) — heldur Dagbjartur sinu striki og auðgar anda sinn með nýjum viðfangsefnum. Nú rætist í honum einn sá draumur Theódórs Friðrikssonar sem hann bersýnilega heldur í skefjum í I verum: að klæðast spámannskufli, láta þrumuraust sína berast út yfir lýðinn, boða sinnaskipti: „... fékk hann sterka ástríðu til þess að svala sér og semja einhvern reiðilestur yfir fólkið, brúka pennann og hella sér yfir menn og málefni, vekja hneykslun og gerast vargur í véum“ (Mis/ur, 58). I þessum tón þrumar hann yfir syndum Vestmannaeyja, Siglufjarðar og Reykjavíkur, og var áður tekið dæmi af þeirri útreið sem höfuðstaðurinn fær. Og eins og þar kom fram, er hann ekki einungis að syngja reiðimessu yfir ömurlegum kjörum, óþrifum og striti. Dagbjartur skrifar „Opið bréf“ til eins vinar síns og birtir í blaði. Þar er engum hlíft. Allir fá sinn skammt. Hrokafullir og ógeðslegir burgeisar og síldarkóngar. Frúr þeirra, sálarlaus kjötflykki kallað- ar, að líkindum fýrrverandi hórur upp til hópa. Dramblátir og ágjarnir klerkar sem trúa sjálfir ekki orði af því sem þeir fara með. Hræsni, tepruskapur og andleysi smábæjarfrúnna. En þar með er listinn ekki nærri tæmdur. Ungar stúlkur sem skríða upp í kojur til Norsara fá það óþvegið fyrir lauslætið (nokkurs konar forsmekkur af þeirri firnagremju sem greip skrifandi íslenska karla á ástandsárunum svonefndu). Og hér er komið að fróðlegum hlut: Theódór er því mjög frábitinn að fegra fyrir sér alþýðuna eins og sumir þeir 222
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.